Samfélags- og mannréttindaráð - 98
- Kl. 17:00 - 19:00
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 98
Nefndarmenn
- Hlín Bolladóttirformaður
- Heimir Haraldsson
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Regína Helgadóttir
- Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
Forstöðumaður íþróttamála
Málsnúmer 2011120008Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kom á fundinn og kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa á íþróttadeild í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild.
<DIV><DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.</DIV></DIV></DIV>
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl: 17.10.$line$
Jafnrétti - fræðslunámskeið fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss
Málsnúmer 2011120001Lögð fram til kynningar skýrsla um fræðslunámskeið um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss. Námskeiðin fóru fram í maí og voru haldin í samstarfi Akureyrarbæjar og Jafnréttisstofu.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar - styrkbeiðni 2011
Málsnúmer 2011120002Umsókn dags. 24. nóvember 2011 frá Herði Geirssyni f.h. Áhugaljósmyndaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigukostnaðar.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita Áhugaljósmyndakúbbi Akureyrar styrk að upphæð kr. 300.000 vegna húsaleigu. Athygli umsækjenda er vakin á því að í upphafi árs 2012 mun ráðið taka upp nýjar úthlutunarreglur.</DIV>
Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs
Málsnúmer 2010110089Framhald vinnu við gerð reglna um styrkveitingar og samninga vegna æskulýðs- og tómstundamála.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Blátt áfram - hugmynd að samkomulagi til verndar börnum í bæjarfélaginu
Málsnúmer 2011110107Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 15. nóvember 2011, ásamt fylgiskjölum, frá Sigríði Björnsdóttur hjá Blátt áfram þar sem kynntar eru hugmyndir um áherslur sveitarfélaga í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi.
<DIV><DIV><P>Frá haustinu 2008 hefur starfsfólki Akureyrarbæjar sem starfar með börnum og unglingum staðið til boða fræðsla um kynferðisofbeldi þar sem notað er námsefni frá Blátt áfram. Þrír starfsmenn samfélags- og mannréttindadeildar hafa réttindi til að leiðbeina á slíkum námskeiðum.</P></DIV></DIV>
Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi - upplýsingarit
Málsnúmer 2011110148Lagt fram til kynningar bréf dags. 18. nóvember 2011, ásamt upplýsingariti, frá stjórn félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.
<DIV></DIV>