Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 5
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 5
Nefndarmenn
- Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
- Hildur Brynjarsdóttir
- Málfríður Stefanía Þórðardóttir
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
- Guðrún Guðmundsdóttir
Kynning Vinnumálastofnunar á atvinnu með stuðningi
Málsnúmer 2022090758Kynning á atvinnu með stuðningi.
Ellen Jónína Sæmundsdóttir og Ásrún Ásmundsdóttir frá Vinnumálastofnun sáu um kynninguna.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks þakkar kynninguna.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - almennt 2022-2026
Málsnúmer 2022080890Farið yfir hlutverk Samráðshóps um málefni fatlaðs fólk skv. samþykkt fyrir hópinn frá 2019 og samþykkt var í bæjarstjórn.
Rætt um málefni sem fundarmenn hafa áhuga á að taka fyrir á næstu fundum.Verkefnið Römpum upp Ísland
Málsnúmer 2022031319Málfríður Þórðardóttir F-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Erindi frá Óskari Þór Þorleifssyni fyrir hönd stjórnar "Römpum upp Ísland" var tekið fyrir á bæjarráðsfundi 7. apríl sl. og var bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um verkefnið. Óskað er eftir því að fá upplýsingar um það hvort Akureyrarbær muni taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og hvort nú þegar einhverjir rampar hafi verið teknir í notkun og vígðir á Akureyri. Flokkur fólksins telur það mikilvægt að Akureyrarbær sé sýnilegur og fyrirmynd fyrir önnur bæjarfélög þegar kemur að því að bæta aðgengi fatlaðra að allri þjónustu í bænum.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks tekur undir að þetta verkefni er mjög mikilvægt og skorar á Akureyrarbæ að hefja framkvæmdir hið fyrsta.