Kjarasamninganefnd - 3
- Kl. 12:30 - 13:23
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2019
Málsnúmer 2019010259Tekið fyrir erindi dagsett 4. júní 2019 frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs þar sem óskað er eftir undanþágu frá verklagsreglum Akureyrarbæjar um auglýsingar starfa vegna ráðninga nemenda í leikskólakennarafræðum í launaða starfsþjálfun til eins árs.
Kjarasamninganefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa verði samþykkt.
Fylgiskjöl
Timabundin viðbótarlaun
Málsnúmer 2019050655Tekið fyrir erindi dagsett 31. maí 2019 frá Eyrúnu Skúladóttur skólastjóra Glerárskóla vegna greiðslu tímabundinna viðbótarlauna (TV eininga) samkvæmt heimildarákvæði í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara.
Kjarasamninganefnd hafnar erindinu. Akureyrarbær hefur ekki nýtt heimildarákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara um tímabundin viðbótarlaun frekar en önnur sveitarfélög.
Fylgiskjöl
Mat á fagaldri - BHM
Málsnúmer 2019060130Lögð fram tillaga þess efnis að veitt verði tímabundin heimild til breytingar á verklagi við mat á fagaldri tilgreinda starfa starfsmanna í aðildarfélögum BHM.
Kjarasamninganefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um að veitt verði tímabundin heimild til að meta starfsreynslu hjá Akureyrarbæ í störfum í Kili sem að umtalsverðum hluta innihalda sömu verkefni og sérfræðistörf í BHM til fagaldurs samkvæmt kjarasamningum BHM og SNS að því skilyrði uppfylltu að starfsmaður hafi lokið háskólanámi sem nýttist í viðkomandi starfi í Kili, áður en hann hóf störf.
Stjórnendaálag deildarstjóra
Málsnúmer 2017010004Áður á dagskrá 26. apríl 2019.
Umfjöllun um endurskoðun á reglum um stjórnendaálag deildarstjóra hjá Akureyrarbæ.Unnið að breytingum á reglum og afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir niðurstaða í starfsmati allra starfa í stéttarfélögum sem samið hafa um starfsmat.
Stjórnendaálag forstöðumanna
Málsnúmer 2017010057Áður á dagskrá 26. apríl 2019.
Umfjöllun um endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.Unnið að breytingum á reglum og afgreiðslu frestað þar sem ekki liggur fyrir niðurstaða í starfsmati allra starfa í stéttarfélögum sem samið hafa um starfsmat.