Fræðslu- og lýðheilsuráð - 64
- Kl. 13:00 - 15:30
- Rósenborg
- Fundur nr. 64
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jón Hjaltason
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Rannveig Elíasdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Erna Rós Ingvarsdóttirverkefnastjóri leikskóla
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Ida Eyland Jensdóttirforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Íþróttahöllin - aðstaða í kjallara Íþróttahallarinnar
Málsnúmer 2024120328Farið var yfir umsóknir sem borist hafa varðandi nýtingu aðstöðunnar í kjallara í Íþróttahöllinni eftir að GA yfirgefur aðstöðuna í byrjun næsta árs.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Alfreð Birgisson, Sigrún Árnadóttir og Birna Baldursdóttir öll fyrir hönd stjórnar ÍBA, Jóna Jónsdóttir formaður ÍBA og Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Í samráði við stjórn ÍBA samþykkir fræðslu- og lýðheilsuráð að boða Skíðafélag Akureyrar, Sundfélagið Óðin, Karatefélag Akureyrar og Lyftingadeild KA til áframhaldandi samtals um sameiginleg afnot af aðstöðunni í kjallara Íþróttahallarinnar. Hugmyndir og óskir þessara félaga verða skoðaðar í samstarfi við félögin í samræmi við það sem aðstaða og fjármagn leyfir.
Sundlaugamannvirki - skýrsla frá Sundsambandi Íslands
Málsnúmer 2024110956Lögð var fram til kynningar mannvirkjaskýrsla Sundsambands Íslands sem kom út í nóvember 2024.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.Skákfélag Akureyrar - endurnýjun á samningi
Málsnúmer 2015060184Lagður var fram samningur Akureyrarbæjar við Skákfélag Akureyrar sem gildir til þriggja ára, frá 1. janúar 2024 - 31. desember 2026.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn og vísar honum áfram til bæjarráðs til samþykktar.
Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024
Málsnúmer 2024040161Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri kynnti stöðu á rekstri fræðslu- og lýðheilsusviðs vegna málaflokka 102, 104 og 106. Staða janúar til október 2024.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs
Málsnúmer 2024080242Lögð var fram fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir vorið 2025.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir vorið 2025.
Lykiltölur leikskóla 2022-2026
Málsnúmer 2022101065Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla fór yfir lykiltölur leikskóla.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna,Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Oddeyrarskóli - smíðastofa
Málsnúmer 2024120333Fjallað var um ályktun skólaráðs Oddeyrarskóla til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna smíðastofunnar.
Anna Bergrós Arnarsdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Nauðsynlegt er að fá áframhaldandi afnot af húsnæði Oddeyrarskóla fyrir leikskóladeild skólaárið 2025-2026. Samhliða því verður fundin viðunandi lausn fyrir smíðakennslu og mötuneytismál það skólaár. Sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs er falið að vinna málið áfram.
ÍSAT kennsla
Málsnúmer 2024120334Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir kennsluráðgjafi barna með íslensku sem annað mál kynnti fyrirkomulag móttöku og kennslu erlendra nemenda.
Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ingibjörgu Margréti fyrir góða og áhugaverða kynningu og fagnar því að Akureyrarbær er kominn með þennan málaflokk í svo gott ferli sem raun ber vitni.
Barnvænt sveitarfélag - gátlistar
Málsnúmer 2023091180Lagður fram gátlisti barnvæns sveitarfélags.
Áheyrnafulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar máli 1, 6, 7 og 8 til kynningar í ungmennaráði.