Stjórn Akureyrarstofu - 291
- Kl. 16:00 - 18:40
- Strikið
- Fundur nr. 291
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Finnur Sigurðsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Safnastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2014110087Drög að safnastefnu lögð fram til kynningar.
Fundur Stjórnar Akureyrarstofu og Listasafnsráðs Listasafnins á Akureyri
Málsnúmer 2019120229Stjórn Listasafnsráðs Listasafnsins á Akureyri ásamt safnstjóra komu til fundar með stjórn Akureyrarstofu. Til umræðu var safnastefna, safn fyrir alla, aðsókn að Listasafninu og samstarf við söfn innan sem utan Akureyrar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Listasafnsráði fyrir komuna á fundinn og fyrir góðar og gagnlegar umræður.
Sigurhæðir
Málsnúmer 2019090404Farið yfir umsóknir sem bárust vegna leigu á Sigurhæðum.
Stjórn Akureyrarstofu felur deildarstjóra Akureyrarstofu að afla frekari gagna.
Barnamenningarhátíð á Akureyri
Málsnúmer 2019030063Óskað er eftir skipan frá stjórn Akureyrarstofu í fagráð Barnamenningarhátíðar 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Önnu Fanneyju Stefánsdóttur í fagráð Barnamenningarhátíðar 2020.
Skylduskil Amtsbókasafnsins
Málsnúmer 2018090051Lagt fram til kynningar svarbréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna viðbótarframlags, á árinu 2020, við núgildandi rekstrarsamning milli Akureyrarbæjar og ráðuneytisins.
Minjasafnið á Akureyri - fundargerðir stjórnar
Málsnúmer 2019030227Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Minjasafnsins nr. 7, 8, 9 og 10.
Fylgiskjöl
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2019
Málsnúmer 2019020025Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit janúar til nóvember 2019.