Bæjarráð - 3751
- Kl. 08:15 - 11:23
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3751
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022-2025
Málsnúmer 2021030524Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2022
Málsnúmer 2021120247Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að gjaldskrám með þeim breytingum að gjaldskrá leikskóla hækkar um 4,5% í stað 4%, auk þess sem fellt er niður 10% álag vegna barna yngri en 24 mánaða.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Akureyrarbæjar 2022 til afgreiðslu bæjarstjórnar.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022
Málsnúmer 2021111421Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 1. desember 2021:
Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.
Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlunardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að hækka grunn leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð tekur að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að vinnuhópur þvert á velferðarsvið og fjársýslusvið með aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs fari rækilega ofan í verðlagningu á leiguíbúðunum og taki tillit til allra þátta en sérstaklega stöðu þess hóps sem leigir af sveitarfélaginu. Vinnuhópurinn geri velferðarráði grein fyrir niðurstöðum sínum eigi síðar en 30. mars 2022.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.Viðaukar og tilfærslur 2021
Málsnúmer 2021061742Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 3. desember 2021:
Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2021 varðandi færslu á fjármagni frá árinu 2021 til 2022 vegna seinkunar á afhendingu stigabíls fyrir slökkviliðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka þess efnis að færa 65 milljónir kr. frá árinu 2021 til 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 - viðauki
Málsnúmer 2020030454Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afskriftir lána 2021
Málsnúmer 2021111395Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 1. desember 2021:
Lögð fram tillaga um afskriftir lána að upphæð kr. 2.047.854.
Velferðarráð samþykkir tillöguna um afskriftir lána og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð að upphæð kr. 2.047.854.
Þekkingarvörður ehf. - beiðni um hlutafjáraukningu
Málsnúmer 2021120237Erindi dagsett 3. nóvember 2021 frá Hólmari E. Svanssyni f.h. Þekkingarvarðar ehf. þar sem tilkynnt er um hlutafjáraukningu og Akureyrarbæ boðið að kaupa nýtt hlutafé í hlutfalli við núverandi eign. Óskað er eftir svari í síðasta lagi 30. desember nk.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að taka þátt í hlutafjáraukningu í Þekkingarverði ehf. og kaupa nýtt hlutafé, að fjárhæð kr. 716.000, í samræmi við hlutfall í núverandi eign.
Höfðahlíð 2 - auglýsing lóðar
Málsnúmer 2021111016Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. nóvember 2021:
Breyting á deiliskipulagi Höfðahlíðar 2 tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. október 2021. Fyrir liggur uppfært mæliblað til samræmis við deiliskipulagið og er lóðin því tilbúin til úthlutunar. Núverandi hús hefur ekki verið fjarlægt.
Skipulagsráð leggur til að lóðinni verði úthlutað með útboði í samræmi við ákvæði gr. 2.3 og 3.2 í reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða, með þeirri kvöð að núverandi hús verði fjarlægt og að byggt verði í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. Er ákvörðun um útboð vísað til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að Höfðahlíð 2 verði úthlutað með útboði og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ganga frá útboðsskilmálum.
Fasteignir hjúkrunar- og dvalarheimila í eigu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2021120287Rætt um húsnæði hjúkrunar- og dvalarheimila í eigu Akureyrarbæjar.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 6. desember 2021.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Vegna vanfjármögnunar af hálfu ríkisvaldsins ákváðu sveitarfélögin Akureyrarbær, Vestmannaeyjabær, Fjarðarbyggð og Höfn í Hornafirði að endursemja ekki við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila. Í kjölfarið ákvað ríkið að semja um rekstur þeirra annars vegar við einkaaðila og hins vegar við heilbrigðisstofnanir. Ríkið ákvað í tilfelli Akureyrarbæjar að semja við Heilsuvernd ehf. um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila á Akureyri og ákvað jafnframt að Heilsuvernd ehf. þyrfti ekki að greiða leigu vegna húsnæðisins. Þetta ákvað ríkið án samtals eða samráðs við Akureyrarbæ sem þó á stóran hluta þess húsnæðis sem um ræðir.
Bæjarráð telur algjörlega ótækt að ríkisvaldið hafi ekki orðið við ítrekuðum óskum Akureyrarbæjar um viðræður vegna framtíðar umræddra mannvirkja. Bæjarráð krefst þess að ríkisvaldið bregðist við án frekari tafa og kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar.Stjórnsýslubreytingar 2021
Málsnúmer 2021041274Lögð fram drög að greinargerð bæjarstjóra um framkvæmd stjórnsýslubreytinga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar greinargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - bæjarráð
Málsnúmer 2021090862Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir bæjarráð.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - fræðslu- og lýðheilsuráð
Málsnúmer 2021090862Lögð fram drög að samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - skipulagsráð
Málsnúmer 2021090862Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir skipulagsráð.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - umhverfis- og mannvirkjaráð
Málsnúmer 2021090862Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021 - velferðarráð
Málsnúmer 2021090862Lögð fram drög að breytingum á samþykkt fyrir velferðarráð.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2021
Málsnúmer 2021020095Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 26. nóvember 2021.
Fylgiskjöl