Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
- Þórhallur Harðarson
- Halla Birgisdóttir Ottesen
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
- Lilja Björg Jónsdóttirvarafulltrúi Grófarinnar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttir
- Guðrún Guðmundsdóttirfundarritari
Sumarvinna með stuðningi
Málsnúmer 2021041542Sumarvinna með stuðningi. Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa og hefur það komið niður á skipulagningunni.
Orri Stefánsson verkefnastjóri Vinnuskóla og Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir verkstjóri Vinnuskóla og sumarvinnu með stuðningi sátu fundinn undir þessum lið.Orri og Helga óskuðu eftir að fá fund fyrr á næsta ári, seinni hluta mars eða byrjun apríl svo hægt sé að vinna fyrr úr þeim ábendingum sem koma frá samráðshópnum.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - almennt 2022-2026
Málsnúmer 2022080890Kollgáta ehf. arkitektastofa - hönnun á félagsaðstöðu og stúku fyrir KA.
Andrea Sif Hilmarsdóttir og Ragnar Freyr Guðmundsson kynntu hönnunina fyrir samráðshópnum og óskaði eftir áliti þeirra.Samráðshópurinn þakkar fyrir frábæra kynningu og lýsir yfir ánægju sinni með hönnun á þessum mannvirkjum.
Þjónusta við fötluð börn - félagsleg þátttaka
Málsnúmer 2021041565Kynnig á aðkomu félagslegrar liðveislu að íþróttum og tómstundum barna með sérþarfir/fatlaðra.
Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu sat fundinn undir þessum lið og kynnti tilraunaverkefni til 2ja ára sem ætlað er fyrir 1.- 4. bekk en eftir er að fá lokasamþykki til að hægt sé að hefjast handa.Samráðshópurinn hvetur eindregið til þess að ákvörðun verði tekin sem fyrst um fjármögnun þessa verkefnis og ítrekar mikilvægi þess fyrir þennan hóp.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - almennt 2022-2026
Málsnúmer 2022080890Íþróttafélagið Akur.
Jón Heiðar Jónsson sat fundinn undir þessum lið.
Jón Heiðar styður þá þróun sem hefur verið í umræðunni undanfarin ár að íþróttafélögin fyrir fatlaða ættu að fara inn í almennu íþróttafélögin sem sérdeild innan þeirra.