Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31
- Kl. 08:15 - 11:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 31
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Eiríkur Jónsson
- Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Steinefni fyrir malbik - útboð 2018
Málsnúmer 2018040274Lögð fram gögn dagsett 24. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í útboði á steinefnum fyrir malbik fyrir árin 2018-2020.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda GV Gröfur ehf.
Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn
Málsnúmer 2018040280Lögð fram beiðni frá slökkviliðsstjóra dagsett 25. apríl 2018 um að fjórum starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til kjarasamninganefndar.
Samningur um millistofnanaflutninga við Sjúkrahúsið á Akureyri
Málsnúmer 2018040281Rætt um stöðu mála vegna samninga við SAk um millistofnanaflutninga.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að frá og með 1. maí 2018 verði rukkað fyrir millistofnanaflutninga samkvæmt gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - stjórnsýslubreytingar
Málsnúmer 2018040126Tekin fyrir að nýju kynning á stöðumati vegna stjórnsýslubreytinganna sem tóku gildi 1. janúar 2017, dagsett 15. mars 2018. Stöðumatið var unnið af RR Ráðgjöf ehf.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - merki sviðsins
Málsnúmer 2018040273Rætt um merki umhverfis- og mannvirkjasviðs sem er liður í samræmingu á útliti innan sviðsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir merki umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjasvið - beiðni um kaup á þjónustubifreið
Málsnúmer 2018040284Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018 vegna beiðni um að kaupa nýja þjónustubifreið til afnota fyrir byggingastjóra viðhalds að upphæð 3.500.000 kr.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir kaupin á bifreiðinni.
Stöðuskýrslur rekstrar 2017
Málsnúmer 2017020164Lögð fram stöðuskýrsla fyrir fjárfestingar umhverfis- og mannvirkjasviðs 2017 dagsett 25. apríl 2018.
Íþróttamannvirki - endurnýjun skor- og tímaklukkna
Málsnúmer 2018040263Lögð fram beiðni frá frístundaráði um endurnýjun skor- og tímaklukkubúnaðar í Íþróttahöllinni að upphæð kr. 5.000.000, íþróttahúsi Síðuskóla að upphæð kr. 5.000.000 og íþróttahúsi Lundarskóla/KA heimilinu að upphæð kr. 5.000.000. Alls er óskað eftir 15 milljónum króna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 5.000.000 til kaupa á skorklukku í Íþróttahöllina.
Menningarfélag Akureyrar - beiðni um kaup á búnaði
Málsnúmer 2016110028Lögð fram beiðni frá stjórn Akureyrarstofu um kaup á búnaði fyrir Hof menningarhús og Samkomuhúsið að upphæð 18.214.980 kr., samkvæmt meðfylgjandi lista, með möguleika á því að skipta kostnaði á tvö ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 9.000.000 til búnaðarkaupa samkvæmt framlögðum gögnum.
Skautafélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna búnaðarkaupa
Málsnúmer 2018040114Lögð fram beiðni frá frístundaráði um kaup á skorklukku fyrir Skautahöllina að upphæð 2.400.000 kr.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 2.400.000 til kaupa á skorklukku samkvæmt framlögðum gögnum.
Ráðhús - breytingar á 4. hæð
Málsnúmer 2018010435Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðra framkvæmda, dagsett 25. apríl 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar tillögunum til umræðu í bæjarráði.
Lausaganga katta
Málsnúmer 2018040196Tekið fyrir erindi Jóhanns Gunnarssonar sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann óskar eftir breytingum á kattahaldi á Akureyri. Vill að lausaganga katta verði bönnuð og átak verði gert í skráningu katta.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar ábendinguna. Í gildi eru samþykktir um hunda- og kattahald og ekki stendur til að gera breytingar á þeim að svo stöddu. Ráðið leggur til að reglulega verði birtar auglýsingar til upplýsingar um þær samþykktir sem eru í gildi.
Nýju bílastæðin við Gránufélagsgötu verði tveggja tíma stæði
Málsnúmer 2018040193Tekið fyrir erindi frá Ragnari Sverrissyni sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hann kom sem formaður Kaupmannasamtakanna og óskaði eftir því að nýja stæðið við Gránufélagsgötu verði skilgreint sem fyrst sem tveggja tíma stæði. Benti á að það eru bílastæði við íþróttavöllinn sem geta nýst starfsmönnum miðbæjarins en að þetta stæði ætti að vera fyrir viðskiptavini. Teikning fylgir málinu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar erindinu til skipulagsráðs.
Hreinsun gatna - þvottur á götum og stígum
Málsnúmer 2018040277Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að þvo götur í eigu bæjarins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.500.000.
Loftgæði í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2018040278Tekinn fyrir 3. liður í fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem haldinn var fimmtudaginn 7. september 2017. Þar er farið fram á aðgerðaáætlun til lágmörkunar á að svifryk fari yfir heilsuverndarmörk í bænum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð lítur svo á að umhverfis- og samgöngustefnan, sem er leiðarljós allrar vinnu sem snýr að umhverfis- og samgöngumálum sé í leiðinni aðgerðaáætlun þar sem skýrt kemur fram í henni til hvaða aðgerða skal grípa til þess að ná tilskyldum markmiðum og með stöðugu aðhaldi/eftirfylgni sé þeim haldið. Einnig samþykkti ráðið á fundinum að fara í að þvo götur bæjarins til að sporna við svifryki.
Umhverfisátak Akureyrarbæjar 2018
Málsnúmer 2018040279Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018 vegna tiltektar í bæjarlandinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 7.000.000 til verkefnisins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs.
Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun
Málsnúmer 2017020113Rætt um drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað dagsett 5. apríl 2018.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Listasafn - endurbætur
Málsnúmer 2014010168Farið var í skoðunarferð á framkvæmdastað.