Kjarasamninganefnd - 5
- Kl. 08:15 - 10:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 5
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Hjalti Ómar Ágústsson
- Halla Margrét Tryggvadóttirfundarritari
Yfirvinna starfsmanna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2010030034Á fundi kjarasamninganefndar 18. mars sl. var umfjöllun um þróun yfirvinnu hjá stofnunum íþróttadeildar og var niðurstaða fundarins að fela íþróttafulltrúa að vinna tillögur varðandi einstaka stofnanir. Á fund kjarasamninganefndar mættu Nói Björnsson formaður íþróttaráðs, Kristinn H. Svanbergsson íþróttafulltrúi, Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar og íþróttadeildar og kynntu aðgerðir til að draga úr yfirvinnu í Hlíðarfjalli veturinn 2011-2012.
<DIV><DIV>Kjarasamninganefnd þakkar kynninguna.</DIV></DIV>
TV einingar - félagsráðgjafar og sálfræðingar - PMTO meðferðarnám
Málsnúmer 2011100057Kynnt erindi frá félagsráðgjöfum og sálfræðingum um greiðslu TV eininga vegna PMTO meðferðarnáms.
<DIV><DIV>Kjarasamninganefnd bendir bréfriturum á að gert er ráð fyrir fjárveitingu í fjárhagsáætlun ársins 2012 til úthlutunar TV eininga vegna verkefna og hæfni. Í samræmi við gildandi reglur Akureyrarbæjar um úthlutun TV eininga verður næst auglýst eftir umsóknum vorið 2012.</DIV></DIV>