Bæjarráð - 3491
- Kl. 08:30 - 11:47
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3491
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Dagný Magnea Harðardóttirskrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun
Málsnúmer 2015120168Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Ingunn Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri starfsþróunar kynntu vinnu við endurskoðun á mannauðsstefnu Akureyrarbæjar.
Afskriftir krafna 2015
Málsnúmer 2016010130Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri lagði fram tillögu dagsetta 19. janúar 2016 um afskriftir krafna.
Kröfurnar eru frá árunum 2012 og eldri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.
Samtals er um 690 kröfur að ræða að fjárhæð kr. 7.556.200.Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.
Trúnaðarmál
Málsnúmer 2015050149Afgreiðsla bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Snjómokstur
Málsnúmer 2015100044Umræður um snjómokstur í kringum skóla bæjarins.
Bæjarstjóri greindi frá því að umræður um snjómokstur verða í framkvæmdaráði á morgun þar sem snjómokstur við skóla verður einnig ræddur með það að leiðarljósi að öryggi barna verði haft í fyrirrúmi.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa fundargerð
Málsnúmer 2015110022Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. janúar 2016. Fundargerðin er í tveimur liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til samfélags- og mannréttindaráðs og 2. lið til framkvæmdadeildar.