Skipulagsráð - 251
- Kl. 08:00 - 10:50
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 251
Nefndarmenn
- Tryggvi Már Ingvarssonformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Ólína Freysteinsdóttir
- Edward Hákon Huijbens
- Sigurjón Jóhannesson
- Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Bjarki Jóhannessonsviðsstjóri skipulagssviðs
- Anna Bragadóttirverkefnastjóri skipulagsmála
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Skammtímaleiga, þróun gisti og leiguíbúða - samantekt
Málsnúmer 2017010105Lögð fram og tekin til umræðu samantekt á þróun gisti- og leiguíbúða til skammtímaleigu í Akureyrarkaupstað.
Umræður. Skipulagsráð telur að í greinargerð aðalskipulags eigi að koma fram upplýsingar um framboð íbúða til skammtímaleigu sem og þróun eignarhalds íbúða á síðustu árum.
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Málsnúmer 2015110092Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 5. október 2016 að senda drög að greinargerð Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 dagsett 30. september 2016, þéttbýlisuppdrætti dagsett 26. september 2016 og uppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey dagsett 29. september 2016 til umsagnar innan bæjarkerfisins. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 11. janúar 2017.
Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram samantekt á innkomnum umsögnum/athugasemdum og tillögur að afgreiðslu þeirra.
Einnig voru lögð fram drög að umhverfisskýrslu Aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 ódagsett.Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera lagfæringar á greinargerð, þéttbýlisuppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti í samræmi við umræður á fundinum.