Skólanefnd - 16
- Kl. 14:00 -
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 16
Nefndarmenn
- Sigurveig Bergsteinsdóttirformaður
- Preben Jón Pétursson
- Sigrún Björk Sigurðardóttir
- Helgi Vilberg Hermannsson
- Logi Már Einarsson
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Jón Baldvin Hannessonfulltrúi skólastjóra
- Anna B. Arnarsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Vilborg Þórarinsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- Kristlaug Þ Svavarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Anna Lilja Sævarsdóttirfulltrúi leikskólakennara
- Helga Rún Traustadóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Fræðslu- og uppeldismál - rekstur 2011
Málsnúmer 2011050064Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir rekstur málaflokksins fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Þar kemur fram að miðað við dreifireglu er reksturinn kominn 2% fram úr fjárhagsáætlun miðað við árstíma. Þetta er svipuð staða og á sl. ári. Skýringar eru fyrst og fremst mikil forföll vegna slysa og langtímaveikinda.
<DIV><DIV><DIV>Skólnefnd þakkar stjórnendum fyrir aðhaldssaman og góðan rekstur.</DIV></DIV></DIV>
Ungbarnaleikskóli - dagvistunarpláss
Málsnúmer 2011040114Þorgerður Jóna Þorgilsdóttir og Margrét Kristín Helgadóttir mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. apríl sl.\nÞær hvöttu til þess að opnaður yrði ungbarnaleikskóli í bænum til að mæta brýnni þörf foreldra ungra barna eftir dagvistunarplássum eða í það minnsta þurfi að fjölga plássum hjá dagforeldrum í bænum, þar sem biðlistar gefa tilefni til að ætla að ekki fái öll börn pláss næsta haust.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd þakkar ábendinguna og mun taka hana til frekari umræðu við gerð starfsáætlunar.</DIV></DIV></DIV>
Skólaakstur 2011-2012
Málsnúmer 2011040149Samningur um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf dags. 12. ágúst 2008 rennur út 19. ágúst 2011. Gert er ráð fyrir því í samningnum að mögulegt sé að framlengja gildistímann tvisvar sinnum um eitt ár í senn, með samþykki beggja aðila.\nFyrir liggur að vegna mikilla kostnaðarhækkana á olíu hefur kostnaður pr. kílómetra hækkað mikið. Hins vegar hefur þjónustan verið góð og stöðug sl. þrjú ár.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að framlengja samning um skólaakstur við SBA-Norðurleið hf til eins árs. Skólanefnd felur fræðslustjóra og skólastjórum grunnskólanna að leita leiða til fækkunar ferða og að endurskipuleggja aksturinn fyrir skólaárið 2012-2013. </DIV></DIV></DIV>
Grímseyjarskóli - aðstaða
Málsnúmer 2011050065Skólanefnd fór í heimsókn í Grímseyjarskóla fimmtudaginn 12. maí sl. Þar var aðstaða skólans yfirfarin og starfið kynnt og rætt. Fram kom að aðstaða til kennslu í íþróttum og listum er mjög erfið. Kemur þar til að húsbúnaður í sal er þungur og erfitt að færa til ásamt því að lítið er til af hentugum búnaði til kennslu miðað við aðstæður. Varðandi kennslu í listum kom fram að ekki eru menntaðir kennarar eða listamenn til staðar í eyjunni.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd óskar eftir því við stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar að skipt verði út búnaði í sal Múla sem geri það einfaldara að losa hann svo hægt sé að kenna þar íþróttir. Þá felur skólanefnd fræðslustjóra og skólastjóra Grímseyjarskóla að skoða leiðir til þess að efla listkennslu í skólanum fyrir skólaárið 2011-2012. </DIV></DIV></DIV>
PISA 2009 - niðurstöður
Málsnúmer 2011050069Fyrir fundinn var lögð til kynningar skýrsla um stöðu lesskilnings og lestrarvenjur nemenda í grunnskólum á Akureyri samkvæmt PISA 2009.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
List- og menningarfræðsla á Íslandi - skýrsla
Málsnúmer 2011050002Fyrir fundinn var lögð til kynningar skýrsla Anne Bamford um list- og menningarfræðslu á Íslandi, sem hún vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.
<DIV></DIV>
Skólavogin - kynning
Málsnúmer 2011020093Fyrir fundinn var lögð auglýsing um kynningarfund á Skólavoginni sem haldinn verður í Reykjavík mánudaginn 23. maí nk. Skólanefnd hefur samþykkt að skoða vandlega aðild sína að Skólavoginni og er þetta m.a. tilefni til slíkrar skoðunar.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að senda þrjá nefndarmenn á kynningarfundinn.</DIV></DIV></DIV>
Skólastjóri Glerárskóla - uppsögn
Málsnúmer 2011050063Bréf dags. 11. maí 2011 frá Úlfari Björnssyni skólastjóra í Glerárskóla, þar sem hann segir upp stöðu sinni sem skólastjóri og óskar lausnar frá starfi þann 1. ágúst 2011.
<DIV>Skólanefnd þakkar Úlfari fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Skólanefnd felur fræðslustjóra að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar.</DIV>
Starfsáætlanir skóla 2011-2012
Málsnúmer 2011040147Fyrir fundinn var lögð tillaga um skipulagsdaga og vetrarfrí í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar skólaárið 2011-2012.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.</DIV></DIV></DIV></DIV>