Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 669
- Kl. 13:00 - 14:10
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 669
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Oddeyrargata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2018030007Erindi dagsett 28. febrúar 2018 þar sem Oddur Ólafsson sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innahúss í Oddeyrargötu 28. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Þórunnarstræti, dælustöð Norðurorku - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2018020299Erindi dagsett 16. febrúar 2018 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi dælustöðvar Norðurorku við Þórunnarstræti, vegna olíuknúinnar varaaflsvélar og nýja innkeyrsluhurð. Meðfylgjandi eru teikningar efir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 5. mars 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Gleráreyrar 1 - rými 13, veitingastaður
Málsnúmer 2017070059Erindi dagsett 12. júlí 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd EF1 ehf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi til að breyta rými 13 í suð-austurhorni verslunarmiðstöðvar að Gleráreyrum 1 í veitingastað á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 23. febrúar 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Kaupvangsstræti 16 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2018010390Erindi dagsett 26. janúar 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð húss nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.