Velferðarráð - 1227
- Kl. 15:00 - 18:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1227
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Róbert Freyr Jónsson
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri
- Soffía Lárusdóttirframkvæmdastjóri
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Velferðarstefna 2014-2018
Málsnúmer 2015010191Anna Lilja Björnsdóttir verkefnastjóri mætti á fund velferðarráðs undir þessum lið og kynnti vinnu við gerð velferðarstefnu.
Farið var yfir stöðu verkefna.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2016
Málsnúmer 2016020160Lögð fram til kynningar rekstrarniðurstaða allra málaflokka velferðarráðs fyrir janúar til febrúar 2016.
Velferðarráð - hagræðing 2016-2019
Málsnúmer 2016030168Framkvæmdastjórar ráðsins kynntu tillögur til hagræðingar sbr. óskir þar um frá hagræðingarhópnum.
Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni - samstarfssamningur
Málsnúmer 2015040043Lögð fram drög að samningum við Aflið, annars vegar samstarfssamningi og hins vegar húsaleigusamningi vegna afnota af Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 á Akureyri.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að vinna áfram með málið.
CONNECT - verkefnið
Málsnúmer 2014060231Frestað frá síðast fundi.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar kynnti tilrauna- og rannsóknarverkefni með Motitec, norsku fyrirtæki, um hjólaverkefni til aukinnar hreyfingar. Verkefnið er undir umsjón Ástu Þorsteinsdóttur sjúkraþjálfara. Í lok verkefnis fer fram mat á framhaldi og notkun þessa búnaðar innan ÖA.Velferðarráð þakkar kynninguna, niðurstaða verkefnisins verður kynnt fyrir ráðinu í maílok.
ÖA - umsókn um styrk til gæðaverkefna
Málsnúmer 2016010108Frestað frá síðasta fundi. Öldrunarheimili Akureyrarbæjar hlutu styrk frá heilbrigðisráðherra, til gæðaverkefnisins 'rafræn lyfjaumsýsla'. Bryndís Björg Þórhallsdóttir forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar, sem stýrir verkefninu, veitti styrknum viðtöku í velferðarráðuneytinu þann 8. mars sl.
Lögð fram tilkynning um styrkinn dagsett 4. mars 2016 og samkomulag um styrk til gæðaverkefnis dagsett 8. mars 2016 en fjárhæðin kr. 500 þúsund er bundin verkefninu og að skila þurfti stuttri greinargerð um ráðstöfun styrksins.Samþykktir og gögn vegna umsóknar um endurgreiðslu vsk
Málsnúmer 2015120211Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri, gerðu grein fyrir athugasemdum embættis Tollstjóra vegna afgreiðslu umsókna Gjafasjóðs ÖA um endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Athugasemdirnar varða að augljós fjárhagsleg tengsl séu milli gefanda og þiggjanda þar sem Akureyrarbær ráði yfir báðum aðilum.
Framkvæmdastjóri ÖA reifaði hugmyndir um breytingar á samþykktum sjóðsins, til að verða við fyrrgreindum ábendingum.Velferðarráð felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.
Málefni í vinnslu og gögn frá SFV
Málsnúmer 2015040217Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar greindi frá samskiptum sínum og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) við Sjúkratryggingar Íslands vegna breytinga á reikni-/talningu greiddra daggjalda. Fyrir ÖA getur umrædd breyting þýtt tæplega 10 milljón kr. tekjuskerðingu.
Lagt fram bréf SFV til SÍ þar sem ítarlega er farið yfir og mótmælt breyttu vinnulagi við framkvæmd daggjaldaútreikninga.Ferðamálastefna
Málsnúmer 2014110220Lögð fyrir drög að ferðamálstefnu sem send var til velferðarráðs og beðið um ábendingar og athugasemdir.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við ferðamálastefnuna en veltir fyrir sér hvort hægt hefði verið að tengja heilsutengda ferðaþjónustu inn í stefnuna.