Ungmennaráð - 48
- Kl. 16:00 - 18:00
- Rósenborg
- Fundur nr. 48
Nefndarmenn
- Anton Bjarni Bjarkason
- Elsa Bjarney Viktorsdóttir
- Apríl Ýr Kro
- Fríða Björg Tómasdóttir
- Haukur Arnar Ottesen Pétursson
- Heimir Sigurpáll Árnason
- Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
- París Anna Bergmann Elvarsd.
- Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
- Karen Nóadóttirumsjónarmaður ungmennaráðs ritaði fundargerð
- Arnar Már Bjarnasonforvarna- og félagsmálafulltrúi
- Ari Orrasonforvarna- og félagsmálafulltrúi
Málþing um náttúrufræði
Málsnúmer 2024020428Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsusvið hafi í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri verið að skipuleggja fjögur málþing um náttúrufræðikennslu á vorönn 2024, með áherslu á nýsköpun- og frumkvöðlahugsun. Ungmennaráð hafði ekkert út á það að setja, taldi það góðar fréttir.
Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir
Málsnúmer 2018010433Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkt samning við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna og vísað honum áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs. Ungmennaráð telur það jákvætt að keppendur fái frían miða í skíðalyftuna, þ.e. að miðinn sé innifalinn í þátttökugjaldinu.
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026
Málsnúmer 2023030583Staðan tekin varðandi undirbúning fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins þann 21. mars. Nokkrar flottar hugmyndir komu fram og rætt var um ýmsa möguleika, allt á réttri leið.
Húsnæðismál Giljaskóla
Málsnúmer 2024021249Ungmennaráð tók fyrir minnisblað skólastjóra Giljaskóla um endurbætur og breytingar á húsnæði skólans og áhyggjur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs af sama máli. Ungmennaráð deilir þessum áhyggjum.
Ungmennaráð tekur mjög vel í hugmyndir að bættu skólaumhverfi fyrir nemendur með sérþarfir og leggur miklar áherslu á að bætt verði úr aðstöðu þeirra og að útisvæði sem henti þeirra þörfum verði gert. Ungmennaráð sér hættuna sem er til staðar á svölunum og tekur undir að þarna þurfi að bregðast við áður en að alvarlegt slys verði, ekki eigi að bíða eftir því til að ráðist verði í breytingar.
Íþróttafélaginn - stuðningur við íþróttaiðkun barna með fjölþættan vanda
Málsnúmer 2022111455Ungmennaráð tók fyrir skýrslu Höllu Birgisdóttur forstöðumanns Birtu og Sölku og félagslegrar liðveislu um stöðu verkefnisins Íþróttafélaginn fyrir tímabilið 1. september - 31. desember 2023.
Ungmennaráð undirstrikar mikilvægi verkefnisins. Það er gríðarlega mikilvægt að börn fái jöfn tækifæri til að stunda þær íþróttir sem þau kjósa og fái til þess viðeigandi stuðning. Ungmennaráð leggur áherslu á að verkefnið verði fest í sessi til frambúðar og að fleiri íþróttafélög verði tekin inn í verkefnið.
Félagsleg liðveisla - útlagður kostnaður liðveitenda
Málsnúmer 2024020230Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hefði samþykkt hækkun á endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði liðveitenda úr 4.000 krónum í 5.000 krónur.
Ungmennaráð hvetur til þess að hækkun á endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðs liðveitenda verði ávallt endurskoðuð í takt við verðhækkanir í samfélaginu.
Sumarlokun leikskóla
Málsnúmer 2024021212Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi hafnað beiðni frá Erlu Björnsdóttur framkvæmdastjóra mannauðssviðs Sjúkrahússins á Akureyri um að sumarlokanir leikskóla Akureyrarbæjar yrðu endurskoðaðar. Ungmennaráð telur vert að endurskoða þessar lokanir.
Reglur um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2022100188Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkti að framlengja gildistíma reglna um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ og vísað reglunum til bæjarráðs. Ungmennaráð telur skiljanlegt að tímabilið hafi verið lengt.
Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs
Málsnúmer 2022090947Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkt breytingar á reglum varðandi viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs og að hátíðin yrði á tveggja ára fresti.
Ungmennaráð tekur vel í það að hafa hátíðina annað hvert ár, þannig náist að safna fleiri flottum verkefnum og svigrúm til að hafa viðburðinn stærri. Ungmennaráð óskar eftir því að taka þátt í viðburðinum. Eins vill ungmennaráð benda á að gott hefði verið að fá þetta mál á sitt borð áður en að ákvörðun um breytingarnar voru teknar.