Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Arnþór Tryggvason skipulagsfræðingur hjá AVH kynnti tilllögu að deiliskipulagi fyrir Holtahverfi norður, svæði sem í aðalskipulagi er merkt sem ÍB17, ÍB18 og VÞ17. Samkvæmt tillögunni eru afmörkuð fjögur ný uppbyggingarsvæði fyrir íbúðir auk einnar nýrrar lóðar fyrir verslun- og þjónustu.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri, neðan Hjalteyrargötu. Breytingin felur einnig í sér breytingu á rammahluta aðalskipulags fyrir Oddeyri.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Ólafur Kjartansson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
Fyrir liggja tillögur að skipulagsbreytingum á reit milli Strandgötu, Hjalteyrargötu, Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Breytingatillögurnar eru vegna hugmynda um allt að ellefu hæða byggingu á reitnum.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um burðargetu lóðanna en þarna er lítt kannaður setbunki eftir framburð Glerár. Reynslan af hafnarbyggingum á Oddeyrartanga gefa ekki tilefni til bjartsýni á öryggi grunnsins þarna.
Ekki er búið að fjalla á formlegan hátt um viðbrögð vegna líklegra sjávarstöðubreytinga á næstu áratugum og öldum.
Svo há bygging sem staðsett yrði syðst á eyrinni myndi verða mjög aflokandi milli hverfisins og strandlengjunnar sunnan á eyrinni og mynda mikið ójafnvægi í heildarmynd Oddeyrar.
Til þess að koma svona verkefni fyrir er ekki nóg að horfa aðeins á umræddan byggingareit heldur verður að gaumgæfa allt núverandi deiliskipulagssvæði sem og hverfisskipulagið í heild.
Svona mikill massi bygginga upp við athafna- og atvinnusvæði myndi takmarka framtíðarmöguleika næstu athafnasvæða, en það gæti takmarkað möguleika á atvinnuuppbyggingu innan Akureyrarbæjar.
Vegna þessara atriða sem og óvissu um samþykki bæjarbúa fyrir svona mikilli stefnubreytingu á áherslum nýsamþykkts aðalskipulags er ekki tímabært að byrja á þessari framkvæmd.
Erindinu er því vísað frá.
Tillagan var borin upp til atkvæða og var felld með 3 atkvæðum gegn 1.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er þá gert ráð fyrir kynningu á íbúafundi og væru fyrirliggjandi hugmyndir þróunaraðila kynntar á sama fundi.
Ólafur Kjartansson V-lista greiddi atkvæði á móti.
Lagt fram að nýju erindi Ingólfs F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 15. júlí 2019 f.h. Reita - iðnaðar, kt. 530117-0570, þar sem óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 verði breytt úr athafnasvæði í íbúðarsvæði og að samhliða verði unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 28. ágúst og 11. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir ekki að breyta landnotkun lóðarinnar Austursíðu 2 úr athafnasvæði í íbúðarsvæði . Að mati ráðsins hentar svæðið ekki til uppbyggingar íbúðabyggðar þar sem lóðin er nú þegar hluti af heildstæðu athafnasvæði sem afmarkast af þjóðvegi með mikilli umferð að norðanverðu, athafnasvæði að austan- og vestanverðu, og götunni Austursíðu sem er aðkomuvegur að athafnasvæðinu að sunnanverðu.
Lögð fram endurbætt tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna breytingar á stefnu aðalskipulags Akureyrar 2018-2030 varðandi heimildir fyrir rekstrarleyfisskylda gististarfsemi á íbúðarsvæðum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Friðrika Marteinsdóttir fyrir hönd Landsnets ehf., kt. 580804-2410, sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna fyrirhugaðrar tilfærslu á legu Hólasandslínu 3 á tveimur stöðum, við flugbrautarenda annars vegar og norðan Kjarnaskógar hins vegar. Meðfylgjandi er skýringarmynd og greinargerð.
Að mati skipulagsráðs felur breytt lega strengs í sér að breyta þarf aðalskipulagi sveitarfélagsins. Er slík breyting óveruleg að mati ráðsins og samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að láta útbúa breytingu á aðalskipulagi í samræmi við það.
Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða fasteignafélags ehf., kt. 690104-2020, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 34 við Hafnarstræti. Sótt er um að skilgreina lóðina sem íbúðarhúsalóð en ekki lóð fyrir viðskipti og þjónustu eins og nú er. Meðfylgjandi eru tillöguuppdrættir sem sýna tvö íbúðarhús með allt að 8 íbúðum á tveimur hæðum sem kæmu í staðinn fyrir núverandi hús.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða nánar við umsækjanda um umbeðnar breytingar.
Lögð fram tillaga að breytingu á Hvannavöllum 10, hús Hjálpræðishersins, sem felur í sér að afmarkaðar eru 4-5 íbúðir í austurhluta hússins. Verða íbúðirnar nýttar sem áfangaheimili.
Að mati skipulagsráðs er tillagan í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og samþykkir að umsókn um breytingu verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar betri gögn liggja fyrir.
Erindi dagsett 16. september 2019 þar sem Ingólfur F. Guðmundsson fyrir hönd Reita fasteignafélags hf., kt. 711208-0700, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist til niðurrifs suðurhluta húss nr. 16 við Tryggvabraut og byggja nýja 2.- 3. hæða viðbyggingu sem samtals gæti verið allt að 1.000 fm. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja drög að útliti og umfangi fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Erindi dagsett 6. september 2019 þar sem Sigurður Hafsteinsson, fyrir hönd húseigenda og lóðarhafa að Gránufélagsgötu 4-6, spyr hvort gera megi breytingar á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar á þann veg að heimilt verði bæta við hæð á húsið nr. 4 við Gránufélagsgötu. Felur það í sér að hámarksfjöldi hæða verði 6 í stað 5 eins og núgildandi skipulag gerir ráð fyrir og hámarkshæð verði 18,13 m í stað 15,8 m. Meðfylgjandi eru drög að aðaluppdráttum fyrirhugaðs húss.
Meirihluti skipulagsráðs heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ólafur Kjartansson V-lista og Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni og óska bókað:
Við höfnum því að breyta skipulagi í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Að mati okkar yrði bygging 6 hæða húss á þessum stað í ósamræmi við uppbyggingu aðliggjandi svæðis.
Anna Benkovic mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Hún ræddi hugmynd sína um lóð eða svæði fyrir lítil íbúðarhús fyrir þá sem lítil ráð hafa til að koma þaki yfir höfuðið. Óskar eftir því að þetta verði skoðað sem leið til þess að fólk geti eignast sitt eigið húsnæði. Bendir á að það sé hægt að panta ódýr hús erlendis frá en kostnaður við lóðir er mjög mikill. Telur að það hljóti að vera hægt að skipuleggja lóðir sem taka tillit til þessa og lækka lóðarkostnaðinn. Var málinu vísað til skipulagsráðs.
Skipulagsráð vísar málinu til skoðunar skipulagssviðs.
Erindi dagsett 10. september 2019 þar sem Bjarki Viðar Garðarsson fyrir hönd Norðausturs ehf., kt. 451203-2230, óskar eftir sjö mánaða fresti til að hefja framkvæmdir á lóðinni nr. 1 við Margrétarhaga. Ástæður raktar í bréfi.
Fresturinn rann út 12. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest í samræmi við fyrirliggjandi erindi.
Erindi dagsett 31. ágúst 2019 þar sem Árni Grétar Árnason sækir um lóð nr. 7 við Nonnahaga.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem Sverrir Gestsson sækir um lóð nr. 9 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 15-21 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins ein umsókn barst um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 23-27 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem aðeins ein umsókn barst um lóðina. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem VA-verktakar ehf., kt. 660104-2910, sækja um lóð nr. 14-22 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem hinn umsækjandinn hafði þegar fengið lóð. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 14-22 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðrar lóðir.
Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem VA-verktakar ehf., kt. 660104-2910, sækja um lóð nr. 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem hinn umsækjandinn hafði þegar fengið lóð. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 12-20 við Nonnahaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðrar lóðir.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem HHS verktakar ehf., kt.590517-2080, sækja um lóð nr. 1-7 við Steindórshaga, til vara lóð nr. 9-15 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið þar sem hinn umsækjandinn hafði þegar fengið lóð. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 1-7 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðrar lóðir.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 9-15 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem HHS verktakar ehf., kt. 590517-2080, sækja um lóð nr. 9-15 við Steindórshaga, til vara lóð nr. 1-7 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi hefur fengið aðra lóð en sótti um þessa til vara.
Erindi dagsett 18. september 2019 þar sem KNX Instabus ehf., kt. 410817-0390, sækir um lóð nr. 2-10 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Dregið var um lóðina milli þriggja umsækjenda þar sem aðrir umsækjendur höfðu þegar fengið úthlutað lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 2-10 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðrar lóðir.
Erindi dagsett 10. september 2019 þar sem Sigurgeir Svavarsson ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 2-10 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Dregið var um lóðina milli þriggja umsækjenda þar sem aðrir umsækjendur höfðu þegar fengið úthlutað lóð.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem annar umsækjandi fékk lóðina í útdrættinum.
Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem VA-verktakar ehf., kt. 660104-2910, sækja um lóð nr. 2-10 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem annar umsækjandi fékk lóðina í útdrættinum.
Erindi dagsett 17. september 2019 þar sem Róbert Guðmundsson ehf., kt. 470607-0410, sækir um lóð nr. 2-10 við Steindórshaga. Sótt er um lóð 12-18 við Steindórshaga til vara. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Dregið var um lóðina milli þriggja umsækjenda þar sem aðrir umsækjendur höfðu þegar fengið úthlutað lóð.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem annar umsækjandi fékk lóðina í útdrættinum.
Erindi dagsett 10. september 2019 þar sem Sigurgeir Svavarsson ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 12-18 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Dregið var um lóðina milli tveggja umsækjenda, Sigurgeirs Svavarssonar ehf. og Róberts Guðmundssonar ehf., þar sem aðrir umsækjendur höfðu þegar fengið úthlutað lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 9. september 2019 þar sem SS Byggir ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 12-18 við Steindórshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem umsækjandi fékk aðrar lóðir.
Erindi dagsett 19. september 2019 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt.490398-2529, sækja um lóð nr. 59 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið en lóðin verður nr. 57 við Kjarnagötu í stað nr. 59. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Lögð fram til kynningar fundargerð 738. fundar, dagsett 6. september 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 739. fundar, dagsett 12. september 2019, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.