Fræðslu- og lýðheilsuráð - 12
- Kl. 13:00 - 15:10
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 12
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Tinna Guðmundsdóttir
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Sylvía Dögg Hjörleifsdóttirverkefnastjóri grunnskóla
- Snjólaug Jónína Brjánsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Elías Gunnar Þorbjörnssonfulltrúi skólastjóra
- Daníel Sigurður Eðvaldssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022
Málsnúmer 2022030187Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslu- og lýðheilsusviðs á tímabilinu janúar til júní 2022.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2021
Málsnúmer 2021080626Lögð fram til kynningar samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.
Fylgiskjöl
Samþykktir fastanefnda 2022 vegna stjórnsýslubreytinga 2021
Málsnúmer 2021090862Lögð fram til kynningar samþykkt fyrir fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar.
Fylgiskjöl
Reglur og samningar um daggæslu í heimahúsum 2022
Málsnúmer 2022070196Uppfæra þarf samning um daggæslu í heimahúsum í kjölfar samþykktar reglna um launatryggingu og aðstöðugjald til dagforeldra.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samning um daggæslu í heimahúsum í kjölfar samþykktar reglna um launatryggingu og aðstöðugjald til dagforeldra samanber viðauka sem samþykktur var á 3769. fundi bæjarráðs þann 5. maí 2022.
Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022
Málsnúmer 2022030015Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar og endurskoðunar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð mun halda vinnufund í ágúst til að fara yfir starfsáætlun 2023.
Fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023-2026
Málsnúmer 2022060686Tinna Guðmundsdóttir F-lista vék af fundi. <br />Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjórnenda vék af fundi. <br /> <br />
Farið yfir vinnuferli og tímalínu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023.