Velferðarráð - 1339
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1339
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarsvið - kynnig á starfsemi fyrir velferðarráði 2021
Málsnúmer 2021050645Í upphafi fundar var farið í heimsókn í Skógarlund - miðstöð virkni og hæfingar.
Þar tók Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður móti ráðinu, sagði frá starfseminni og sýndi staðinn.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021
Málsnúmer 2021031922Lagt fram til kynningar yfirlit vegna rekstrar velferðarsviðs fyrstu þrjá mánuði ársins 2021.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.Stefna velferðarráðs Akureyrarbæjar á sviði velferðartækni
Málsnúmer 2019070615Stefna á sviði velferðartækni var lögð fram og samþykkt í velferðarráði í ágúst 2019 og samþykkt í bæjarstjórn 3. september sama ár. Lagt var fram minnisblað dagsett 17. maí 2021 þar sem farið var yfir það sem verið er að gera á velferðarsviði í velferðartækni og hvaða áskoranir eru fram undan.
Ennfremur var lagt fram minnisblað um notkun á Kara Connect dagsett 14. maí 2021 og yfirlit yfir það sem fer í gegnum þjónustugátt frá velferðarsviði og helstu áskoranir sviðsins varðandi þjónustugáttina.
Arnþrúður Eik Helgadóttir verkefnstjóri, Kristinn Már Torfason forstöðumaður og Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:50.
Farsæld barna - samþætting þjónustu
Málsnúmer 2021040603Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs og Karls Frímannssonar sviðsstjóra fræðslusviðs dagsett 17. maí 2021.