Atvinnumálanefnd - 8
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 8
Nefndarmenn
- Matthías Rögnvaldssonformaður
- Erla Björg Guðmundsdóttir
- Jóhann Jónsson
- Elías Gunnar Þorbjörnsson
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Albertína Friðbjörg Elíasdóttirfundarritari
Brothættar byggðir
Málsnúmer 2015070054Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. ágúst 2015 frá Sigríði Þorgrímsdóttur fyrir hönd Byggðastofnunar. Í póstinum er óskað eftir tilnefningu sveitarfélagsins í verkefnastjórnir vegna brothættra byggða verkefnanna fyrir Hrísey og Grímsey.
Atvinnumálanefnd samþykkir að Matthías Rögnvaldsson formaður atvinnumálanefndar verði fulltrúi Akureyrar í verkefnastjórnunum.
Starfsáætlun atvinnumálanefndar 2015
Málsnúmer 2015020154Lögð fram drög að starfsáætlun atvinnumálanefndar næstu mánuði.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna starfsáætlunina áfram og leggja fyrir næsta fund, auk kynningarbréfs til að senda á fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun
Málsnúmer 2015040049Verkefnastjóri atvinnumála fór yfir stöðu mála í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun.
Verkefnastjóra atvinnumála falið að vinna áfram að málinu í samstarfi við fulltrúa Háskólans á Akureyri.
Verkefnastjóri atvinnumála - verkefni
Málsnúmer 2015070006Verkefnastjóri atvinnumála gerði munnlega grein fyrir verkefnum sínum síðustu vikur, svo sem undirbúning heimsóknar iðnaðarráðherra, undirbúning Arctic Circle, verkefni í tengslum við Vistorku, Akureyri í tölum, brothættar byggðir og FabLab.