Framkvæmdaráð - 308
- Kl. 08:15 - 11:30
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 308
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
- Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 2014080067Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 (malbikun gatna og göngustígs á golfvelli).
Útboð framkvæmdadeildar árið 2015
Málsnúmer 2015020018Farið yfir niðurstöður útboða vegna smáverka fyrir Akureyrarbæ 2015 og sópun á götum og bílastæðum.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur að uppfylltum öllum skilyrðum sem sett voru í útboðsgögn.
Kynjuð fjárhagsáætlanagerð
Málsnúmer 2011030090Formaður kynnti fræðslu um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð og hugmyndir að verkefni.
Framkvæmdaráð samþykkir hugmynd um að ráðist verði í greiningu á notkun strætisvagna Akureyrar.
Hunda- og kattahald
Málsnúmer 2015050145Farið yfir stöðuna hvað varðar gjöld og reglur um hunda og kattahald.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að vinna að endurskoðun á samþykktunum.
Önnur mál í framkvæmdaráði 2015
Málsnúmer 2015010067Ingibjörg Ólöf Isaksen B- lista spurðist fyrir um græna trefilinn.
Hermann Ingi Arason V- lista spurðist fyrir kynningarmál vegna gámasvæðis og einnig um hvernig merkingum á lokunum gatna væri háttað.