Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 791
- Kl. 13:00 - 13:35
- Fjarfundur
- Fundur nr. 791
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Höfðahlíð 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020080622Erindi dagsett 19. ágúst 2020 þar sem Ragna Valdís Elísdóttir, fyrir hönd allra húseigenda, sækir um byggingarleyfi fyrir endurnýjun svala á húsi nr. 9 við Höfðahlíð og nýjum svaladyrum úr stofum samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Meðfylgjandi er samþykki eigenda í húsinu. Innkomnar nýjar teikningar 11. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Jóninnuhagi 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020100226Erindi dagsett 8. október 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýli með sjö íbúðum á lóð nr. 6 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 11. og 19. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Munkaþverárstræti 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2020100542Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Péturs Maack Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ásamt endurnýjun þaks á húsi nr. 11 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Eyrarlandstún SAk - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020100659Erindi dagsett 23. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á sjúkrahúsinu við Eyrarlandsveg. Fyrirhugað er að bæta við anddyri á norðurhlið B-álmu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 10. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Glerárgata 34 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020110275Erindi dagsett 9. nóvember 2020 þar sem Elín Kjartansdóttir fyrir hönd Lyfju hf. sækir um leyfi til að innrétta apótek á 1. hæð Glerárgötu 34, eign 0101, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Elínu Kjartansdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 17. nóvember 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.