Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7
22.11.2022
Hlusta
- Kl. 16:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 7
Nefndarmenn
- Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
- Þórhallur Harðarson
- Málfríður Stefanía Þórðardóttir
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Friðrik Sighvatur Einarssonfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
- Guðrún Guðmundsdóttir
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - almennt 2022-2026
Málsnúmer 2022080890Lögð fram drög að breytingum að innilaug Sundlaugar Akureyrar, samráðshópur er beðinn um álit vegna aðgengismála.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.Samráðshópur þakkar Kristjáni fyrir góða kynningu og samþykkir tillögu nr. 2 í drögum að breytingum að innilaug Sundlaugar Akureyrar.
Búsetuteymi - umfjöllun mála - biðlisti
Málsnúmer 2020010284Búsetumál og biðlisti tekin til umræðu.
Ljóst er að veruleg seinkun hefur orðið á uppbyggingu í húsnæðismálum fyrir fatlað fólk sé litið til skýrslu um framtíðaruppbyggingu í málaflokki fatlaðra frá júní 2021. Samráðshópur lýsir yfir áhyggjum af stöðu biðlista sem upp er kominn varðandi búsetuúrræði fatlaðs fólks og hvetur til þess að gripið verði til fjölbreyttari aðgerða í húsnæðismálum.