Kjarasamninganefnd - 1
- Kl. 11:00 - 12:04
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 1
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirfundarritari
TV einingar - úthlutun vorið 2015
Málsnúmer 2015010236Kynntar reglur um úthlutun TV eininga vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna. Auglýst hefur verið eftir umsóknum og er skilafrestur umsókna og umsagna embættismanna 1. mars n.k.
Stjórnendaálag
Málsnúmer 2015010235Umræða um reglur Akureyrarbæjar og fyrirkomulag greiðslu stjórnendaálags skv. grein 1.5.3 í kjarasamningum aðildarfélaga BHM og fleiri félaga.
Kjarasamninganefnd samþykkir að leggja til við bæjarráð að gerð verði breyting á áður samþykktu fyrirkomulagi.
Kjaramál
Málsnúmer 2015010122Umræður um stöðu kjaramála og kjaraviðræður sem framundan eru á árinu 2015.
Kjölur - ósk um tilnef ningu í stjórn Vísindasjóðs Kjalar
Málsnúmer 2015010239Tekið fyrir erindi Örnu Jakobínu Björnsdóttur formanns Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannþjónustu þar sem óskað er eftir tilnefningu í stjórn Vísindasjóðs Kjalar vegna tónlistarskólakennara.
Kjarasamninganefnd samþykkir að skipa Silju Dögg Baldursdóttur L-lista og Gunnar Gíslason D-lista fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Vísindasjóðs Kjalar vegna tónlistarskólakennara.