Skólanefnd - 16
- Kl. 14:00 - 17:00
- Glerárskóli
- Fundur nr. 16
Nefndarmenn
- Bjarki Ármann Oddssonformaður
- Dagný Þóra Baldursdóttir
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Preben Jón Pétursson
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Eyrún Skúladóttirfulltrúi skólastjóra
- Sædís Inga Ingimarsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- fulltrúi leikskólastjóra
- Vilborg Hreinsdóttirfulltrúi leikskólakennara
- Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Heimsóknir í skóla
Málsnúmer 2014080063Skólanefnd heimsótti Glerárskóla og leikskólann Hlíðarból. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Eyrún Halla Skúladóttir í Glerárskóla og Jóhanna Benný Hannesdóttir á Hlíðarbóli.
<DIV><DIV>Skólanefnd þakkar skólastjórunum fyrir kynninguna.</DIV></DIV>
Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna mætti á fundinn kl. 15:20.
Dagvistun - endurskoðun samnings
Málsnúmer 2014060191Erindi dagsett 25. júní 2014 frá stjórn Dagvistar. Þar eru áhyggjur dagforeldra reifaðar vegna þess hve fá börn eru skráð hjá þeim á næsta starfsári. Er óskað eftir viðræðum um endurskoðun á ákvæði í samningi við dagforeldra vegna tryggingagjalds, en það átti að endurskoða að ári liðnu frá undirritun samnings. Fulltrúar skólanefndar hafa fundað með fulltrúum dagforeldra um þetta mál.
<DIV><DIV>Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2015 - skólanefnd
Málsnúmer 2014070179Farið var yfir stöðuna í vinnu við fjárhagsáætlun 2015 og unnið áfram með einstaka þætti hennar.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd felur fræðslustjóra, leikskólafulltrúa og rekstrarstjóra að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum.</DIV></DIV></DIV>
Umsókn um ferðastyrk
Málsnúmer 2014090278Erindi dagsett 16. september 2014 frá fjórum starfsmönnum og stjórnendum Oddeyrarskóla, þar sem þeir óska eftir ferðastyrk til að sækja ráðstefnu um Google umhverfið. Verið er að vinna að þróunarverkefni í Oddeyrarskóla í upplýsingatækni og liður í því er að innleiða notkun á Google umhverfinu fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Sótt er um 350.000 kr. styrk til skólanefndar, en áætlaður kostnaður er kr. 640.000.
<DIV><DIV>Skólanefnd getur því miður ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV>