Bæjarráð - 3557
- Kl. 08:15 - 12:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3557
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Dagbjört Elín Pálsdóttir
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Dagný Magnea Harðardóttirfundarritari
Fimm ára deildir í grunnskólum
Málsnúmer 20170501395. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:
Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum þann 27. apríl sl. að kannaðir yrðu möguleikar þess að nýta hluta húsnæðis í grunnskólum fyrir 5 ára deildir leikskólabarna.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðuna á vinnunni.
Fræðslusvið hefur undanfarið unnið að tillögu og útfærslu á að reka leikskóladeildir fyrir 5 ára börn í tveimur af grunnskólum.
Í framlögðu minnisblaði fræðslusviðs kemur fram að kostnaður við þessa framkvæmd að teknu tilliti til tekna er rúmar 33 milljónir á árs grundvelli. En vegna ársins 2017 er áætlaður kostnaður rúmar 16 milljónir króna.
Fræðsluráð vísar erindi um aukafjárveitingu vegna verkefnisins til bæjarráðs.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Dans Jens Brynjarssonar sviðsstjóra fjársýslusviðs.Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni um aukafjárveitingu vegna ársins 2017 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna hennar og leggja fyrir bæjarráð.
Framkvæmd í Glerárskóla vegna 5 ára deildar
Málsnúmer 20170501426. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:
Vegna væntanlegrar 5 ára leikskóladeildar í Glerárskóla þarf að framkvæma breytingar. Um er að ræða uppsetningu opnanlegs milliveggjar í einu kennslurými, niðurrif sviðspalls í öðru ásamt dúklagningu og endurnýjun innréttinga.
Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 4 milljónir króna.
Á minnisblaði sem lagt var fyrir fundinn hljóðaði áætlun upp á 3 milljónir króna. Eftir vettvangsskoðun í Glerárskóla með fulltrúum umhverfis- og mannvirkjasviðs að morgni 22. maí 2017 var það mat að áætlaður kostnaður vegna framkvæmda yrði um 4 milljónir króna. Fræðsluráð óskar eftir auka fjárveitingu að upphæð 4 milljónir króna vegna framkvæmdanna og vísar erindinu til bæjarráðs.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Dans Jens Brynjarssonar sviðsstjóra fjársýslusviðs.Bæjarráð vísar beiðninni til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Kennslustundaúthlutun til grunnskóla
Málsnúmer 20170301728. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslusviði fór yfir tillögu að viðauka vegna aukningar kennslustundakvóta og aukið stöðuhlutfall námsráðgjafa við Oddeyrarskóla fyrir tímabilið ágúst-desember 2017. Kostnaður við aukninguna er áætlaður 22 milljónir króna.
Fræðsluráð vísar tillögu að viðauka að upphæð 22 milljónir króna til bæjarráðs.
Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 22 milljónir króna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna hennar og leggja fyrir bæjarráð.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021 - forsendur
Málsnúmer 2017040095Lagðar fram forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðar forsendur.
Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017
Málsnúmer 2017040070Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til apríl 2017.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Sumarnámskeið 2017
Málsnúmer 20170302501. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 19. maí 2017:
Óskað er eftir fjármagni til að koma á fót sumarnámskeiði fyrir fötluð börn í 1.- 4. bekk. Markmið verkefnisins er að veita hópi fatlaðra barna 7-9 ára tómstundaþjónustu sumarið 2017 fyrir utan almenn tómstundatilboð. Leitast verður við að bjóða upp á afþreyingu sem er sniðin að þeirra þörfum. Verkefnið er samstarfsverkefni samfélagssviðs, fjölskyldusviðs og búsetusviðs.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði viðbótarfjármagn að upphæð kr. 1,9 milljónir í þetta verkefni.
Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að mótuð verði framtíðarstefna er varðar fyrirkomulag tómstundaframboðs vegna fatlaðra barna og jafnframt verði tryggt fjármagn á þeim stað þar sem ábyrgð á framkvæmdinni liggur.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að komið verði á fót sumarnámskeiði fyrir fötluð börn í 1.- 4. bekk sumarið 2017 og að kostnaði vegna þess verði mætt innan málaflokks 102.
Orlof húsmæðra í Eyjafirði - rekstur 2015 og 2016
Málsnúmer 2017050162Lagt fram til kynningar yfirlit um ferðir á vegum Orlofssjóðs húsmæðra í Eyjafirði árin 2015 og 2016.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2017
Málsnúmer 2017010137Lögð fram til kynningar fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 19. maí 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Fylgiskjöl
Eyþing - fundargerðir
Málsnúmer 2010110064Lögð fram til kynningar fundargerð 295. fundar stjórnar Eyþings dagsett 15. maí 2017. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir
Fylgiskjöl
Málræktarsjóður - aðalfundur 2017
Málsnúmer 2017050124Erindi dagsett 12. maí 2017 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins þriðjudaginn 13. júní nk. kl. 15:30, fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í fundarsalnum Heklu.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
Fylgiskjöl
Stapi lífeyrissjóður - aukaársfundur 2017
Málsnúmer 2017030610Lagt fram til kynningar erindi dagsett 24. maí 2017 frá Inga Björnssyni fyrir hönd stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til aukaársfundar Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður fimmtudaginn 22. júní nk. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri kl. 13:00.
Kjörnir fulltrúar frá ársfundi 3. maí sl. eiga rétt til setu á fundinum og að greiða atkvæði.Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál
Málsnúmer 2017050107Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. maí 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0537.htmlFrumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál
Málsnúmer 2017050108Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. maí 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0538.htmlFrumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál
Málsnúmer 2017050109Lagt fram til kynningar erindi dagsett 16. maí 2017 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0539.htmlFrumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál
Málsnúmer 2017050167Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. maí 2017 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0401.html