Bæjarráð - 3495
- Kl. 08:30 - 10:30
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3495
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna - innleiðing
Málsnúmer 2014030109Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs mættu á fund bæjarráðs og kynntu stöðuna á tilboði Unicef á Íslandi varðandi innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði Unicef varðandi innleiðingu verkferla vegna Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla
Málsnúmer 2015020002Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi í vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynnti útfærslu vinnuhópsins á tillögunum um íbúalýðræði og rafræna stjórnsýslu.
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf og Andreu Sigrúnu kynninguna.
Hverfisráð Grímseyjar - fundargerðir
Málsnúmer 2010070098Lagðar fram fundargerðir 24. og 25. fundar hverfisráðs Grímseyjar báðar dagsettar 11. febrúar 2016. Fundargerðirnar má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdirFundargerð 24. fundar er lögð fram til kynningar.
Fundargerð 25. fundar var afgreidd á eftirfarandi hátt:
Bæjarráð vísar 3. og 4. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar og hluta af 4. lið til framkvæmdadeildar, 5. lið til Akureyrarstofu, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál
Málsnúmer 2016020175Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. febrúar 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum, 328. mál 2016.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0390.htmlFrumvarp til laga um um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál
Málsnúmer 2016020185Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. febrúar 2016 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál 2016.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0732.htmlFrumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 296. mál
Málsnúmer 2016020202Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. febrúar 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál 2016.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0325.htmlFrumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál
Málsnúmer 2016020209Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. febrúar 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál 2016.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:http://www.althingi.is/altext/145/s/0227.htmlTillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál
Málsnúmer 2016020210Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. febrúar 2016 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál, 2016. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. mars 2016 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0150.html
Drög að frumvarpi til breytinga á grunnskólalögum um sjálfstætt starfandi skóla
Málsnúmer 2016020217Lagt fram til kynningar erindi dagsett 23. febrúar 2016 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á grunnskólalögum um sjálfstætt starfandi skóla. Frekstur til að skila inn athugasemdum við drögin er til og með 29. febrúar nk. Sjá nánar á heimasíðu ráðuneytisins: https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/drog-ad-frumvarpi-til-laga-um-breytingu-a-grunnskolalogum-til-kynningar
Myndlistaskólinn á Akureyri - samningur 2016
Málsnúmer 2016020216Lagður fram samningur dagsettur 22. febrúar 2016 um framlög til reksturs Myndlistaskólans á Akureyri á vorönn 2016.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.
Hjallastefnan ehf - samningur 2010-2015
Málsnúmer 20100900493. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 15. febrúar 2016:
Lagt fram erindi dagsett 21. janúar 2016 frá Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar ehf þar sem hún óskar eftir að Akureyrarbær leiðrétti greiðslu til Hjallastefnunnar vegna breytinga á kjarasamningum og starfsmati.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild fóru yfir breytingarnar.
Skólanefnd samþykkir umbeðið erindi og óskar eftir viðbótarfjármagni frá bæjarráði vegna breytinga á nýjum kjarasamningum og starfsmati.Bæjarráð samþykkir umbeðið erindi en frestar gerð viðauka.