Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 465
- Kl. 13:00 - 14:35
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 465
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill skipulagsstjóra
- Ólafur Jakobsson
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Aðalstræti 24b - umsókn um breytingar og viðbyggingu
Málsnúmer 2011050030Erindi dagsett 9. október 2013 þar sem Magnús Guðlaugsson óskar eftir heimild til að halda stiga að íbúð sinni sem hann er að endurnýja og byggja í sama formi og eldri stiga en hann uppfyllir ekki núgildandi byggingarreglugerð.
<DIV>Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu. </DIV><DIV>Farið er fram á að sótt verði um téðar breytingar og viðeigandi hönnunargögnum skilað til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar samkv. 10. gr. Mannvirkjalaga 160/2010. Frestur til að leggja fram umsókn og meðfylgjandi gögn er gefinn til 01.12.2013. </DIV>
Krókeyrarnöf 1 - umsókn um úrtöku úr kantsteini
Málsnúmer 2013100140Erindi dagsett 14. október 2013 þar sem Magnús Guðjónsson sækir um stækkun bílastæðis við hús nr. 1 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason.
<DIV><DIV>Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu þar sem hámarkstærð bílastæðis fyrir tvo bíla er 6 metrar og skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir bílastæði fyrir tvo bíla á lóðinni.</DIV></DIV>
Norðurtangi 3 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2013100099Erindi dagsett 7.október 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Íslandspósts ohf., kt. 701296-6139, sækir um leyfi til að gera breytingar á reykræsingu í þaki og breyta glugga og hurð á norðurhlið Norðurtanga 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
<DIV><DIV>Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.</DIV></DIV>
Ráðhústorg 7 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2013050161Erindi dagsett 14. október 2013 þar sem Emil Helgi Lárusson f.h. Serrano Íslands ehf., kt. 411002-2840, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Ráðhústorgi 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hildi Bjarnadóttur.
<DIV>Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.</DIV>
Borgargil 1 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2013070021Erindi dagsett 14. október 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Borgargili 1. Meðfylgjandi eru brunahönnun og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
<DIV>Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.</DIV>
Skipagata 9 - umsókn um leyfi fyrir þjónustuskilti/ljósaskilti
Málsnúmer 2013100157Erindi dagsett 15. október 2013 þar sem Þórleifur Stefán Björnsson f.h. T Plúss hf., kt. 531009-1180, sækir um leyfi fyrir þjónustuskilti/ljósaskilti á húsi nr. 9 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda og teikningar.
<DIV><DIV><DIV>Staðgengill skipulagsstjóra hafnar erindinu þar sem þegar hafa verið samþykkt skilti allt að 15 fermetrar á húsið sem er leyfileg hámarksstærð skilta á lóðinni skv. Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar.</DIV></DIV></DIV>
Strandgata 49c - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Málsnúmer 2013100163Erindi dagsett 16. október 2013 þar sem Anton Ólafsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á lóð nr. 49c við Strandgötu. Meðfylgjandi er mynd.
<DIV>Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem samþykki meðeigenda í húsinu vantar og upplýsingar um fyrirhugaða notkun gámsins. </DIV>