Kjarasamninganefnd - 4
- Kl. 10:30 - 10:58
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 4
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Stjórnsýslubreytingar hjá Akureyrarbæ
Málsnúmer 20161200164. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. janúar 2017:
Farið yfir stöðu stjórnsýslubreytinganna hjá Akureyrarbæ.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að millistjórnendur á fjársýslu- og stjórnsýslusviði verði skilgreindir forstöðumenn viðkomandi deilda vegna ábendingar kjarasamninganefndar.Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að greitt verði stjórnendaálag fyrir nýtt starf forstöðumanns upplýsinga- og þjónustudeildar á stjórnsýslusviði.
Stjórnendaálag forstöðumanna
Málsnúmer 2017010057Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 3. febrúar 2017.
Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:
Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að
endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.
Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 10. janúar 2017:
Unnið að endurskoðun á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ. Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.
Umfjöllun um endurskoðun á reglum um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna, í samræmi við umræður á fundinum, endanlega tillögu að reglum um stjórnendaálag forstöðumanna fyrir fund kjarasamninganefndar 7. febrúar nk.Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stjórnendaálag forstöðumanna og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Stjórnendaálag deildarstjóra
Málsnúmer 2017010004Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá kjarasamninganefndar 3. febrúar 2017.
Bæjarráð bókaði á fundi sínum 22. desember 2016:
Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að vinna tillögu að endurskoðuðum reglum um greiðslu stjórnendaálags hjá Akureyrarbæ. Tillaga að
endurskoðuðum reglum skal lögð fram til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 12. janúar nk.
Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 6. janúar 2017:
Unnið að endurskoðun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Kjarasamninganefnd bókaði á fundi sínum 10. janúar 2017:
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna áfram að málinu.
Umfjöllun um tillögu að nýjum reglum um stjórnendaálag deildarstjóra.
Sviðsstjóra stjórnsýslusviðs falið að vinna, í samræmi við umræður á fundinum, endanlega tillögu að reglum um stjórnendaálag deildarstjóra fyrir fund kjarasamninganefndar 7. febrúar nk.Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu að reglum um stjórnendaálag deildarstjóra og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.