Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 563
- Kl. 13:00 - 14:20
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 563
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Álfabyggð 4 - umsókn um viðbyggingu
Málsnúmer 2015010244Erindi dagsett 26. október 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Reglu Karmelsystra af hinu guðlega hjarta Jesú, kt. 410601-3380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 3. nóvember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Eyrarlandsvegur, Sak C-álma - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014060216Erindi dagsett 5. nóvember 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 5802-2229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Sjúkrahúsinu á Akureyri að Eyrararlandsvegi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Eyrarlandsvegur 28 - Möðruvellir, umsókn um byggingarleyfi fyrir lyftu
Málsnúmer 2011040102Erindi dagsett 6. nóvember 2015 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Möðruvöllum að Eyrarlandsvegi 28. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Austurbyggð 17 - Hlíð, álma 2S - fyrirspurn um breytingar innanhúss
Málsnúmer 2015110075Erindi dagsett 10. nóvember 2015 þar sem Sigurður Gunnarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, leggur inn fyrirspurn um breytingar innanhúss í Austurbyggð 17, Hlíð álma 2S. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið.
Strandgata 27 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014090094Erindi dagsett 26. maí 2015 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækja um breytingar á gluggum í Strandgötu 27. Innkomin 27. maí 2015 jákvæð umsögn frá Minjastofnun Íslands. Innkomnar teikningar 10. nóvember 2015 eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.