Stjórn Akureyrarstofu - 198
- Kl. 16:15 - 17:53
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 198
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Kynjasamþætting - innleiðing 2015
Málsnúmer 2015110039Akureyrarbær hefur ákveðið að innleiða kynjasamþættingu og þar með talda kynjaða fjárhagsáætlunargerð. Greint frá fræðslu um þau vinnubrögð og rætt um hugmyndir að verkefnum sem hentað geta til að hefja þá vinnu á vettvangi stjórnarinnar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að gera eftirfarandi verkefni að upphafsskrefum í kynjasamþættingu og felur framkvæmdastjóra að ýta þeim úr vör.
1. Listaverkakaup bæjarins verði kortlögð aftur í tímann með tilliti til kynja og mótuð innkaupastefa með hliðsjón af niðurstöðunum.
2. Mótaðar verði verklagsreglur sem tryggja jafnt aðgengi, ásókn og skrásetningu á styrkjum úr menningarsjóði með tilliti til kynjasjónarmiða.
Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál 2013-2015
Málsnúmer 2013010068Farið yfir stöðuna í viðræðum við menntamálaráðuneytið um endurnýjun samningsins.
Náttúrugripasafnið á Akureyri - sýningargripir
Málsnúmer 2014100066Rætt um málefni safnsins og þeirra gripa sem áhugafólk í Hrísey hefur áhuga á að flytja þangað. Lögð fram áætlun um næstu skref.
Stjórn Akureyrarstofu telur að áður en tekin verður endanleg ákvörðun í málinu verði skorið úr um eignarhald þeirra gripa sem tilheyrðu Náttúrugripasafninu á Akureyri og að gerð verði fagleg úttekt á ástandi þeirra. Unnið verði eftir þeirri vinnuáætlun sem lögð var fram á fundinum.
Menningarfélag Akureyrar (MAk) ses - ársreikningur 2014-2015
Málsnúmer 2015100141Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2015
Málsnúmer 2015100095Ársreikningur Menningarfélagsins Hofs lagður fram til kynningar.