Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 947
- Kl. 14:45 - 15:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 947
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
Austurvegur 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023120834Erindi dagsett 14. desember 2023 þar sem Sigríður Ólafsdóttir fyrir hönd Hallgríms Helgasonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir viðbyggingu við hús nr. 36 við Austurveg í Hrísey. Innkomin gögn eftir Sigríði Ólafsdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Hafnarstræti 36 - umsókn um byggingarleyfi fyrir 4 íbúða húsi
Málsnúmer 2021023172Erindi dagsett 8. desember 2023 þar sem Þorgeir Jónsson fyrir hönd Höfða fasteignafélags ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á lóð nr. 36 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 18. desember 2023 eftir Þorgeir Jónsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Baldursnes 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023121566Erindi dagsett 20. desember 2023 þar sem Sigríður Magnúsdóttir fyrir hönd Atlantsolíu sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir rafmagnshleðslubúnaði á lóð nr. 3 við Baldursnes.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.