Fræðsluráð - 4
- Kl. 13:30 - 15:10
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 4
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonvaraformaður
- Hildur Betty Kristjánsdóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Einar Gauti Helgasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
Jafnréttisstefna - skipan þróunarleiðtoga
Málsnúmer 2018110171Samkvæmt jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skal hvert ráð velja sér þróunarleiðtoga jafnréttismála sem hefur m.a. það hlutverk að vera formlegur málsvari kynjasamþættingar í starfi viðkomandi ráðs.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða að Heimir Haraldsson verði þróunarleiðtogi jafnréttismála.
Fylgiskjöl
Þriggja mánaða skýrsla - fræðslusvið
Málsnúmer 2018100120Yfirlit um stöðu yfirvinnu innan fræðslusviðs í desember 2018 og janúar 2019 var lagt fram til kynningar.
Skóladagatal leik- og grunnskóla 2019-2020
Málsnúmer 2019010117Samkvæmt verklagsreglum fræðsluráðs vegna staðfestingar skóladagatals skal fræðsluráð ákveða ár hvert:
1. Skólasetningardag allra grunnskóla.
2. Sameiginlega leyfisdaga allra grunnskóla.Fræðsluráð samþykkir að skólasetningardagur grunnskólanna árið 2019 verði 22. ágúst og sameiginlegt haustfrí verði 17. og 18. október.
Þjónustukönnun Gallup 2018 - kynning í ráðum
Málsnúmer 2019020200Í nóvember og desember 2018 gerði Gallup þjónustukönnun í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Tilgangurinn var að kanna ánægju með þjónustu í sveitarfélögunum, gera samanburð og skoða breytingar frá fyrri mælingum. Könnunin náði til 9.861 íbúa, 18 ára og eldri skv. lagskiptu úrtaki. Á Akureyri svöruðu 785.
Niðurstöðurnar voru lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Kynningaráætlanir sviða 2019
Málsnúmer 2019020253Samkvæmt upplýsingastefnu Akureyrarbæjar skulu svið leggja fram kynningaráætlun fyrir 1. mars ár hvert.
Fræðsluráð samþykkir kynningaráætlun fræðslusviðs fyrir árið 2019.
Búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2019
Málsnúmer 2019020272Listi yfir búnaðarkaup í leik-, grunn- og tónlistarskóla árið 2019 var lagður fram.
Fræðsluráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greiðslu á lausafjárleigu vegna búnaðarkaupa og endurbóta.