Fræðsluráð - 23
06.01.2020
Hlusta
- Kl. 13:30 - 14:30
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 23
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Þorlákur Axel Jónsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
- Anna Lilja Sævarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Atli Þór Ragnarssonfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Eyrún Skúladóttirfulltrúi skólastjóra
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- María Aðalsteinsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Erna Rós Ingvarsdóttirfundarritari
Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.
Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.
Rekstur fræðslumála 2019
Málsnúmer 2019030196Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslumála fyrstu 11 mánuði ársins 2019.
Starfsáætlun fræðsluráðs 2020
Málsnúmer 2019050580Lögð var fram til kynningar endurskoðuð starfsáætlun fræðsluráðs fyrir árið 2020.
Dagforeldrar - niðurgreiðsla á 8. tímanum
Málsnúmer 2020010044Formaður fræðsluráðs og forstöðumaður rekstrar gerðu grein fyrir tillögu að niðurgreiðslu á 8. tímanum hjá dagforeldrum.
Fræðsluráð samþykkir framlagða breytingu á gjaldskrá dagforeldra og vísar henni til bæjarráðs.