Bæjarráð - 3461
- Kl. 08:30 - 10:34
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3461
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Edward Hákon Huijbensáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019
Málsnúmer 2015040196Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli og gögn vegna tekjuáætlunar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2016-2019.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Tónræktin - styrkbeiðni 2015
Málsnúmer 2015050153Erindi móttekið 21. maí 2015 frá forsvarsmönnum Tónræktarinnar þar sem óskað er eftir 20.000 króna framlagi á hvern nemanda á önn frá Akureyrarbæ á næsta skólaári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð
Málsnúmer 2014100184Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. maí 2015. Fundargerðin er í 6 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til búsetudeildar og húsnæðisdeildar, 2. lið til framkvæmdadeildar, 3. lið til framkvæmdaráðs, 4. lið til skipulagsdeildar, 5. lið til bæjarstjóra og 6. lið til búsetudeildar.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð aðalfundar
Málsnúmer 2010020035Lögð fram til kynningar 90. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar - aðalfundur - dagsett 26. maí 2015 auk skýrslu stjórnar hverfisráðs. Fundargerðina og skýrslu stjórnar hverfisráðsins má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerð
Málsnúmer 2015020006Lögð fram 55. fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 20. maí 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdirBæjarráð vísar 4. lið a) og seinni hluta 4. b) til framkvæmdadeildar og fyrri hluta 4. liðar b) til skipulagsdeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Greið leið ehf - ársreikningur 2014
Málsnúmer 2015050125Lagður fram til kynningar ársreikningur Greiðrar leiðar ehf fyrir árið 2014.