Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - 3
- Kl. 13:00 - 14:30
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Jón Heiðar Jónssonformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jón Heiðar Daðason
- Lilja Guðmundsdóttir
- Tryggvi Már Ingvarsson
Starfsmenn
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Kaupvangsstræti 10-12 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016080127Lagt var fram til yfirferðar erindi dagsett 31. ágúst 2016 þar sem Steinþór Kári Kárason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um viðbyggingu og breytingar á húsum nr. 8-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra gerir athugasemdir við teikningarnar og fer fram á að eftirfarandi atriði verði tekin til frekari skoðunar og lagfæringa:
Greinargerð um algilda hönnun á teikningar - hreyfihamlaðir, sjónskertir, aldraðir o.fl.
Gera þarf betri grein fyrir bílastæði fatlaðra - hæðarmunur, halli.
Yfirfara gangabreiddir - 1,5 m.
Yfirfara þarf rými í göngum við hurðir, til hliðar við hurðir og utan við flóttaleiðir.
Gera þarf grein fyrir öruggum svæðum fyrir hjólastóla.
Leiðarlistar á opnum svæðum - sýningarsalir.Viðurkenning samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra 2016
Málsnúmer 2016110093Val á húsnæði til viðurkenningar á góðu eða bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
Umræður urðu um staði sem til greina koma til viðurkenningar.Tillaga nefndar samþykkt og formanni falið að vinna málið áfram.
Viðurkenning verður veitt á alþjóðadegi fatlaðra þann 3. desember nk.