Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 658
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 658
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Elísabetarhagi 2 - framlenging á framkvæmdafresti
Málsnúmer 2016120128Erindi dagsett 7. desember 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf. sækir um framlengdan frest til framkvæmda á lóð nr. 2 við Elísabetarhaga til 1. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2018.
Geirþrúðarhagi 4 - framlenging á framkvæmdafresti
Málsnúmer 2016120158Erindi dagsett 11. desember 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf. sækir um framlengdan frest til framkvæmda á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga til 6. júní 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. mars 2018.
Strandgata 29 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017080009Erindi dagsett 30. nóvember 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 29 við Strandgötu. Koma á upp skíðageymslu með sérútbúnum skápum sem og handlistum við aðaldyr að sunnan. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Höfðahlíð 5 - breyting í tvær eignir
Málsnúmer 2017110272Erindi dagsett 22. nóvember 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Klettabjarga ehf. sækir um að leyfi til að skipta húsinu nr. 5 við Höfðahlíð í tvær eignir, tvíbýlishús, eins og var þegar húsið var byggt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 11. desember 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Lækjargata 3 - umsókn um að breyta bílageymslu í gestaíbúð
Málsnúmer 2017100126Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Knútur Bruun fyrir hönd Gesthofs ehf. sækir um að breyta skráningu á bílgeymslu í gestaíbúð til einkanota. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. desember 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.