Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260
- Kl. 08:15 - 10:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 260
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Eiríkur Jónsson
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Steindór Ívar Ívarssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Stöðuskýrslur FA 2015
Málsnúmer 2015040077Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 1 fyrir stjórn FA dagsett 26. mars 2015 ásamt yfirferð á nýframkvæmdaáætlun dagsett 14. apríl 2015.
Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara
Málsnúmer 2014080046Farið yfir þau tilboð sem bárust í verkgreinaútboði fyrir framkvæmdina og lagt til að samið verði við lægstbjóðendur í hverri iðngrein fyrir sig.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Dagur Fannar Dagsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Dagur Fannar Dagsson L-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við eftirfarandi aðila:
Varmastýringu ehf í lagnahlutann, Blikk- og tækniþjónustuna ehf í loftræstihlutann, Eltec ehf í rafmagnshlutann, L&S Verktaka í húsasmíða- og innréttingahlutann,
Viðar Þór Pálsson í dúkalagnahlutann og Litblæ ehf í málningarhlutann.Skautahöllin - endurnýjun á svelli
Málsnúmer 2015020134Farið yfir þau verð sem bárust vegna burðarþols- og lagnahönnunar fyrir Skautahöllina. Verð bárust frá þremur aðilum:
Bjóðendur - Upphæð - % af áætlun:
Efla - kr. 11.900.000 - 148,8%
Mannvit kr. 7.628.500 - 95,4%
Verkís - kr. 6.045.000 - 75,6%
Verkís frávik 1 vegna tímasetningar - kr. 5.797.000 - 72,5%
Verkís frávik 2 vegna tímasetningar - kr. 5.487.000 - 68,6%
Kostnaðaráætlun - kr. 8.000.000 - 100%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Verkís ehf.
Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar
Málsnúmer 2015030182Lagt fram erindi dagsett 9. apríl 2015 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa vegna Landsmóts UMFÍ í íþróttamannvirkjum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárveitingu til búnaðarkaupa að upphæð 15 milljónir króna með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs fyrir leigugreiðslum vegna búnaðarkaupanna.
Naustaskóli - breytingar vegna áforma um að staðsetja til frambúðar tvær deildir Naustatjarnar í Naustaskóla
Málsnúmer 2015040081Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tekur jákvætt í erindið en ljóst er að það rúmast ekki innan framkvæmdaáætlunar ársins 2015.
Listasafn - endurbætur 2015
Málsnúmer 2014010168Farið yfir stöðuna á verkefninu og kynntur hugarflugsfundur um framtíðarsýn Listasafnsins sem haldinn verður í næstu viku.
Nökkvi siglingaklúbbur - framkvæmdir vegna uppbyggingarsamnings
Málsnúmer 2015030205Lagt fram minnisblað dagsett 15. apríl 2015 vegna framkvæmdanna.
Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta
Málsnúmer 2014020207Lagðar fram lokatillögur að sundlaugarsvæðinu ásamt deiliskipulagstillögu dagsett 25. mars 2015. Íþróttaráð samþykkti þessar tillögur að skipulagi og endurbótum á sundlaugarsvæðinu á fundi sínum þann 9. mars 2015.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir skipulagstillögurnar og að þær verði sendar til skipulagsnefndar.