Kjarasamninganefnd - 1
- Kl. 13:00 - 14:12
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 1
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Reglur um símenntun starfsfólks - endurskoðun 2018
Málsnúmer 2018110064Lögð fram tillaga að endurskoðun á Reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Endurskoðun á samþykkt um námsleyfi sérmenntaðs starfsfólks
Málsnúmer 2018100268Lögð fyrir tillaga að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2019
Málsnúmer 2019010259Kynnt tillaga að breytingum á núgildandi verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Starfsmat aðildarfélaga BHM - framkvæmd 2019
Málsnúmer 2019020021Gunnar Gíslason mætti á fund nefndarinnar kl. 13:30. <br />
Kynnt staða vinnu við innleiðingu starfsmats hjá þeim aðildarfélögum BHM sem samið hafa um starfsmat í kjarasamnningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ítarlegar upplýsingar um starfsmat sveitarfélaga má nálgast á www.starfsmat.is.
Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda
Málsnúmer 2018010334Lögð fram tillaga að breytingum á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.
Búsetusvið - breyting á skipuriti
Málsnúmer 2019010260Áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar 2019.
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 6. febrúar 2018:
Lagt er fyrir minnisblað frá Laufeyju Þórðardóttur settum sviðsstjóra búsetusviðs þar sem beðið er um breytingu á skipuriti til að ráða nýjan forstöðumann.
Velferðarráð samþykkir breytingu á skipuriti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir breytingu á skipuriti búsetusviðs enda rúmist hún innan fjárhagsáætlunar og vísar málinu til kjarasamninganefndar til afgreiðslu.Kjarasamninganefnd staðfestir að nýtt starf forstöðumanns þjónustu við börn, á búsetusviði, uppfyllir skilyrði reglna Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.