Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 743
- Kl. 13:00 - 13:44
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 743
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Sjafnargata 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018060601Erindi dagsett 2. október 2019 þar sem Gunnar Örn Sigurðsson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 2 við Sjafnargötu. Dælueyjur eru lagfærðar, innkeyrsla frá Sjafnargötu rýmkuð, malbikað plan stækkað og kóti á tæknirými lækkaður. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnar Örn Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Sjafnarstígur 3 - fyrirspurn vegna stækkunar húss
Málsnúmer 2019100130Erindi dagsett 4. október 2019 þar sem Haukur Haraldsson fyrir hönd Oddfelowhússins Sjafnarstíg 3, kt. 530995-2329, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að stækka hús nr. 3 við Sjafnarstíg. Meðfylgjandi eru fyrirspurnarteikningar eftir Hauk Haraldsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Strandgata 33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2019090554Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 33 við Strandgötu. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi á rishæð, breyta útliti kvists að norðan þar sem stigagangur bakinngangs er og útbúa svalir á vesturgafl. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson og jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.