Skipulagsráð - 364
- Kl. 08:15 - 10:45
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 364
Nefndarmenn
- Þórhallur Jónssonformaður
- Sindri S. Kristjánsson
- Grétar Ásgeirsson
- Ólöf Inga Andrésdóttir
- Arnfríður Kjartansdóttir
- Helgi Sveinbjörn Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonsviðsstjóri skipulagssviðs
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Geislagata 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar
Málsnúmer 2021080820Erindi dagsett 19. ágúst 2021 þar sem Magnús Guðmundsson leggur inn fyrispurn varðandi breytta notkun húss nr. 5 við Geislagötu. Fyrirhugað er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði auk þess að gera ráð fyrir að bæta einni hæð við til samræmis við gildandi deiliskipulag. Þá er einnig óskað eftir heimild til að útbúa svalir þannig að þær nái allt að 2 m út fyrir byggingarreit.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að gert verði ráð fyrir íbúðum á 2.- 4. hæð og að settar verði svalir utan á húsið. Að mati ráðsins er mikilvægt að á jarðhæð verði atvinnustarfsemi og samþykkir ekki að þar verði gert ráð fyrir íbúðum. Einnig telur ráðið að setja þurfi kvöð um umferð gangandi vegfarenda sunnan megin við húsið, meðfram götunni. Ráðið heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðað við framangreint, sem verði unnin í samræmi 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Norðurtangi - athafnasvæði Slippsins
Málsnúmer 2021061320Erindi Eiríks S. Jóhannssonar dagsett 20. ágúst 2021, f.h. Slippsins á Akureyri, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi við Norðurtanga sem felst í að lóðir 7 og 9 ásamt athafnasvæði í umsjón hafnarstjórnar verði sameinaðar athafnasvæði Slippsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu. Er sviðsstjóra skipulagssviðs og formanni skipulagsráðs falið að ræða við hafnarstjóra og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna breyttrar notkunar og endurbóta
Málsnúmer 2021050707Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Ingólfs Freys Guðmundssonar varðandi breytingu á húsi nr. 16 við Norðurgötu sem felst í að íbúðum fjölgar úr fjórum í fimm auk breytinga á þaki. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir fyrirhugaðar breytingar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Oddeyrarskóli - tillaga að breytingum á skólalóð
Málsnúmer 2021060969Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Akureyrarbæjar varðandi breytingar á lóð Oddeyrarskóla og götum og gangstéttum umhverfis lóðina. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir breytingar á lóð Oddeyrarskóla sem og breytingar á gangstéttum og götum umhverfis lóðina.
Klettaborg 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021061684Lagt fram að nýju erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Olgu Siminyakina sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 4 við Klettaborg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Fyrir liggur samþykki umhverfis- og mannvirkjasviðs sem felur í sér að gata verður lengd og lóðarmörk uppfærð.
Skipulagsráð samþykkir að byggð verði bílgeymsla í samræmi við fyrirliggjandi erindi og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa.
Stækkun á matarvagni - fyrirspurn til skipulagssviðs
Málsnúmer 2021080279Fyrirspurn Tomasz Rafal Motyl dagsett 6. ágúst 2021 um hvort að setja megi niður hús sem er 2,4 x 6 m að stærð á Ráðhústorg í staðinn fyrir núverandi söluvagn.
Skipulagsráð samþykkir ekki að sett verði niður hús í samræmi við umsókn í stað núverandi söluvagns.
Álfabyggð 18 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna stækkunar svala
Málsnúmer 2021080697Erindi dagsett 16. ágúst 2021 þar sem Garðar G. Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun svala á húsi nr. 18 við Álfabyggð. Meðfylgjandi er tillöguteikning.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir áliti Minjasafnsins á Akureyri á tillögu um breytingu hússins.
Glerárgil - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna Zip línu
Málsnúmer 2021080749Erindi dagsett 17. ágúst 2021 þar sem Jón Heiðar Rúnarsson leggur inn fyrirspurn varðandi möguleika á uppsetningu Zip línu í Glerárgili. Meðfylgjandi er greinargerð með skýringarmynd.
Þar sem hluti fyrirhugaðs svæðis er á náttúruminjaskrá telur skipulagsráð að það henti ekki til uppsetningar á Zip línu braut í samræmi við erindi en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjendur um framhald málsins.
Nonnahagi 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna byggingar út fyrir byggingarreit
Málsnúmer 2021080863Erindi dagsett 19. ágúst 2021 þar sem Björk Traustadóttir leggur inn fyrirspurn vegna húss nr. 5 við Nonnahaga og hvort leyfi fáist til að byggja út fyrir byggingarreit. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að byggingarreitur verði stækkaður til samræmis við erindi. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna fyrir lóðarhöfum Nonnahaga 3 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Óseyri 4 - fyrirspurn um byggingu á tjaldskemmu
Málsnúmer 2021080887Erindi Hjörleifs Árnasonar dagsett 20. ágúst 2021, f.h. Polynorth, um heimild til að setja upp tjaldskemmu á austurhluta lóðarinnar þar sem afmarkaður er byggingarreitur í deiliskipulagi.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir tjaldskemmu í samræmi við fyrirliggjandi erindi enda verði mannvirkið innan byggingarreits gildandi deiliskipulags og í samræmi við skilmála þess.
Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2021
Málsnúmer 2020080994Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 19. ágúst 2021 um tillögu að átaksverkefni í yfirferð fasteignaskráningar. Felur það í sér viðauka við fjárhagsáætlun upp á 2 milljónir kr. á árinu 2021. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs 11. ágúst sl.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ósk um viðauka til bæjarráðs.
Starfsáætlanir ráða 2022
Málsnúmer 2021080829Lögð fram tillaga að starfsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir árið 2022.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 821. fundar, dagsett 8. júlí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 822. fundar, dagsett 15. júlí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 823. fundar, dagsett 22. júlí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 2 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 824. fundar, dagsett 29. júlí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 825. fundar, dagsett 5. ágúst 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 827. fundar, dagsett 19. ágúst 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021
Málsnúmer 2020120557Lögð fram til kynningar fundargerð 826. fundar, dagsett 11. ágúst 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.