Umhverfis- og mannvirkjaráð - 116
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fjarfundur
- Fundur nr. 116
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónsson
- Sunna Hlín Jóhannesdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Strætisvagnar Akureyrar - Hagahverfi
Málsnúmer 2022021080Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi akstur strætó inn í Hagahverfi og uppbyggingu biðstöðva þar.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að hafinn verði akstur inn í Hagahverfi á vordögum.
Strætisvagnar Akureyrar - biðstöð í miðbæ Akureyrar
Málsnúmer 2021091029Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi tímabundna færslu á miðbæjarstöð strætó.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdir við aðstöðu strætisvagna í miðbæ til að rýma lóðina Hofsbót 2 og gera aðstöðu fyrir bílstjóra. Áætlaður kostnaður er um kr. 15 milljónir. Ráðið telur óheppilegt að ekki skuli liggja fyrir hver eru framtíðaráform varðandi akstur og aðstöðu strætó í miðbæ, sem leiðir til þess að núna þarf að verja fjármunum í bráðabirgðalausn.
Ráðið hvetur til þess að unnið verði áfram við að útfæra hugmyndir um aðstöðu fyrir strætó, landsbyggðarstrætó, leigubíla og fleira, í tengslum við skipulagningu á Akureyrarvelli, þegar knattspyrnuiðkun verður hætt þar.
Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á rafmagnsstrætisvagni 2022
Málsnúmer 2022021078Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á rafmagnsstrætisvagni.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð mælir með kaupum á rafmagnsstrætisvagni og vísar ákvörðun um útboð til bæjarráðs. Áætlaður kostnaður við kaup á vagninum er kr. 75-80 milljónir.
Strætisvagnar Akureyrar - kaup á ferlibíl 2022
Málsnúmer 2022021079Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup á ferliþjónustubílum.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að leitað verði eftir verði í tvær bifreiðar sem ganga fyrir umhverfisvænum orkugjafa. Ein bifreið komi inn í rekstur á árinu 2022 og ein á árinu 2023. Kostnaður við kaup á ferlibifreið er áætlaður kr. 18-20 milljónir og samtals er því um að ræða að áætluð fjármagnsþörf næstu tvö árin sé um kr. 40 milljónir.
Vegna mistaka í framlögðum gögnum við afgreiðslu áætlunargerðar Akureyrarbæjar skilaði beiðni um fjármagn til kaupa á ferlibifreiðum sér ekki alla leið. Ráðið óskar eftir viðauka vegna þessa til bæjarráðs þar sem fjármagnið verði sett á framkvæmdaráætlun.Umhverfismiðstöð - reglubundin endurnýjun tækja 2022
Málsnúmer 2021040823Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi kaup og sölu á tækjum á umhverfismiðstöð.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsfólki að vinna málið áfram.
Hlíðarfjall - snjótroðarar 2022-2023
Málsnúmer 2022030340Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi útboð á snjótroðurum.
Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að boðin verði út kaup á tveimur troðurum til notkunar í Hlíðarfjalli sem áætlað er að afhentir verði á árunum 2022 og 2023. Ráðið leggur áherslu á að tækin sem keypt verði uppfylli ströngustu kröfur um vinnu í nálægð við vatnsverndarsvæði.
Steinefni fyrir malbik og jöfnunarlag 2022-2024
Málsnúmer 2022030318Lagt fram minnisblað dagsett 10. mars 2022 varðandi opnun tilboða í steinefnaútboði fyrir malbik og jöfnunarlag.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Skútaberg ehf. varðandi kaup á steinefnum fyrir malbik og jöfnunarlag. Kröfur eru um sérstaklega slitsterkt efni í útboðsgögnum.
Holtahverfi - leikvellir og útivistarsvæði
Málsnúmer 2021023068Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda kynnti hönnunartillögur að leikvöllum og útivistarsvæðum í Holtahverfi.
Efniskaup vegna framkvæmda í samstarfi við Norðurorku
Málsnúmer 2022030339Lagt fram minnisblað dagsett 8. mars 2022 varðandi efniskaup vegna framkvæmda í samstarfi við Norðurorku.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í samstarf við Norðurorku í efniskaupum í sameiginlegum verkefnum.
Stofnstígur milli sveitarfélaga
Málsnúmer 2022020885Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi stíg frá Hörgársveit að Glerártorgi.
Skautahöllin á Akureyri - viðbygging við félagsaðstöðu
Málsnúmer 2021120730Lagt fram minnisblað dagsett 9. mars 2022 varðandi framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við B. Hreiðarsson ehf.
Glerárholt - endurbætur
Málsnúmer 2021031721Lagt fram skilamat dagsett í mars 2022 varðandi framkvæmdir við Glerárholt.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Sandgerðisbót - bygging íbúða
Málsnúmer 2020040029Lagt fram skilamat dagsett í mars 2022 varðandi framkvæmdir við Sandgerðisbót.
Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs 2022
Málsnúmer 2022021082Lagðar fram starfsáætlanir í götum og stígum, Fasteignum Akureyrarbæjar, bílastæðasjóði, umhverfismiðstöð og rekstri skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs.