Umhverfis- og mannvirkjaráð - 94
- Kl. 08:15 - 11:19
- Fjarfundur
- Fundur nr. 94
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Sigurjón Jóhannesson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Körfuboltavöllur við Glerárskóla - bréf
Málsnúmer 2021020467Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2021 frá vinum Ágústar H. Guðmundssonar sem féll frá í upphafi árs þar sem leitast er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um að reisa veglegan úti körfuboltavöll med snjóbræðslu, girðingu og lýsingu til minningar um hann.
Umhverfis- og mannvirkjaráð lýsir ánægju með framtakið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Hamrar - yfirborðsfrágangur og lagnir
Málsnúmer 2020050193Tekið fyrir minnisblað dagsett 9. febrúar 2021 varðandi fráveitu frá Hömrum.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því við Norðurorku að tengja tjaldsvæðið á Hömrum við fráveitu bæjarins og nýja hreinsistöð í Sandgerðisbót. Þetta verður mikið framfaramál vegna umhverfissjónarmiða auk þess virðist það vera hagkvæmasta lausnin.
Hólasandslína 3 - framkvæmdir
Málsnúmer 2020020127Lagt fram minnisblað dagsett 20. janúar 2021 varðandi framkvæmdir við lagningu Hólasandslínu 3 í landi Akureyrar.
Leikskólinn Klappir við Glerárskóla
Málsnúmer 2018050021Lagt fram minnisblað dagsett 10. febrúar 2021 varðandi verðkönnun á eldhústækjum fyrir leikskólann Klappir. Fjögur tilboð bárust.
Fastus kr. 12.371.243
Bako Ísberg tilboð 1 kr. 7.705.387
Bako Ísberg tilboð 2 kr. 8.239.820
Bako Ísberg tilboð 3 kr. 6.420.856Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði nr. 2 frá Bako að upphæð kr. 8.239.820.
Skátafélagið Klakkur - söfnunarkassar fyrir einnota umbúðir
Málsnúmer 2021020466Tekið fyrir bréf dagsett 6. febrúar 2021 frá Skátafélaginu Klakki varðandi beiðni um að setja upp dósasöfnunarkassa við nokkrar grenndarstöðvar á Akureyri.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fram frekari gögn síðar. Afgreiðslu frestað.
Snjómokstur 2020-2021
Málsnúmer 2020100385Lagt fram bréf frá Guðmundi V. Gunnarssyni dagsett 6. febrúar 2021 varðandi snjómokstur í bæjarlandinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir ábendingar og tillögur frá Guðmundi og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Í framhaldinu var rætt almennt um snjómokstur í bæjarlandinu og þykir fundarmönnum hafa tekist vel til í vetur.
Snjómokstur 2020-2021
Málsnúmer 2020100385Tekið fyrir erindi varðandi snjómokstur á reiðstígum.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar erindið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
SVA - leiðakerfi 2020
Málsnúmer 2020020042Lögð fram minnisblöð dagsett 10. febrúar 2021 varðandi endurbætur á leiðaneti strætó og framkvæmdir vegna þeirra.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar og Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU sátu fundinn undir þessum lið.