Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 924
- Kl. 14:00 -
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 924
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Eyrún Halla Eyjólfsdóttirfundarritari
Gránufélagsgata 10 - umsókn um byggingarleyfi (Niðurrif)
Málsnúmer 2023070271Erindi dagsett 7. júlí 2023 þar sem Ketill Sigurður Jóelsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um niðurrif á húsi nr. 10 við Gránufélagsgötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.
Skipagata 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020030144Erindi dagsett 10. júlí 2023 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd BRG 2017 ehf. sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af húsi nr. 12 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru nýjar teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Álfaholt 8-10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023070178Erindi dagsett 5. júlí 2023 þar sem Haraldur S. Árnasona fyrir hönd Guðmundar Más Einarssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á lóð nr. 8-10 við Álfaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.