Félagsmálaráð - 1120
- Kl. 14:00 - 14:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1120
Nefndarmenn
- Inda Björk Gunnarsdóttirformaður
- Dagur Fannar Dagsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Margrét Guðjónsdóttirfundarritari
Félagsmálaráð - skoðunarferð um stofnanir sem heyra undir ráðið
Málsnúmer 2009090034Félagsmálaráð heimsótti nýjan þjónustuíbúðakjarna við Kjalarsíðu 1a og kynnti sér starfsemina þar.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
Fjárhagserindi 2011 - áfrýjanir
Málsnúmer 2011010144Snjólaug Jóhannesdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmastjóra fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
<DIV><DIV>Áfrýjanirnar og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs</DIV></DIV>
Fjárhagsaðstoð 2011
Málsnúmer 2011010143Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið og lögðu fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu tvo mánuði ársins. Útgjöldin voru kr. 16.938.646 sem er 29% hækkun miðað við á sama tíma árið 2010. Fram kom að undirkvarði hefur aukist hlutfallslega og eru ýmsar ástæður fyrir því að þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð eiga erfiðara en áður með að láta enda ná saman, meðal annars vegna útgjalda fyrir heilbrigðisþjónustu, breytingar á niðurgreiðslum á lyfjum og tannlæknakostnaði barna. Einnig hefur orðið aukning á aðstoð til foreldra með börn á framfæri.\n
<DIV><DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og ítrekar mikilvægi þess að umboðsmaður skuldara komi að ráðningu fjárhagsráðgjafa á Akureyri fyrir Norðlendinga. </DIV><DIV>Framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar var falið að senda erindi til Sambands íslenskra sveitarfélga til könnunar á áhrifum niðurskurðar ríkisins á velferðarþjónustu sveitarfélaga.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Samkomulag milli Félags eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2008010206Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Olga Ásrún Stefánsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva aldraðra sátu fundinn undir þessum lið. Fundargerð frá samráðsfundi Félags eldri borgara og fulltrúa Akureyrarbæjar 28. febrúar 2011 var lögð fram til kynningar. Samskipti og samstarf hafa gengið vel en fram komu ábendingar um óánægju ýmissa eldri borgara með nýtt fyrirkomulag á sorphirðu í bænum og að íbúar eru misvel í stakk búnir til að eiga í rafrænum samskiptum.
<DIV><DIV><DIV>Félagsmálaráð vísar ábendingu um sorphirðu til framkvæmdaráðs og óskar eftir því að stjórnsýslunefnd kanni hug eldri borgara til rafrænna samskipta.</DIV></DIV></DIV>
Frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2010030089Olga Ásrún Stefándóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva aldraðra og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu tillögu að ráðstöfun gjafafjár, sbr. bókun á fundi félagsmálaráðs 10. nóvember 2010.
<DIV><DIV>Félagsmálaráð samþykkir framlagða tillögu.</DIV></DIV>
Styrkir til breytinga á húsnæði vegna fötlunar
Málsnúmer 2011030148Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir sátu fundinn undir þessum lið.\nÓskað var eftir upplýsingum um reglur varðandi styrki til breytinga á húsnæði vegna fötlunar sem formaður bæjarráðs nefndi í frétt 6. mars sl. á Stöð 2 að væru í smíðum. Formaður félagsmálaráðs greindi frá þeirri vinnu sem fram hefur farið og kynnir drög að reglum á næsta fundi félagsmálaráðs.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - móttaka kvartana
Málsnúmer 2011030131Frestað.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - jafnréttisáætlun
Málsnúmer 2011030130Frestað.
<DIV></DIV>
Öldrunarheimili Akureyrar - starfsemi 2011
Málsnúmer 2011010041Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála á Öldrunarheimilum Akureyrar.
<DIV></DIV>
Sóley B. Stefánsdóttir V-lista vék af fundi kl. 17:00.