Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 704
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 704
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Klettaborg 43 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018100388Erindi móttekið 24. október 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir 6 íbúða fjölbýlishúsi fyrir einstaklinga með sérþarfi við Klettaborg 43. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. og 14. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Ráðhústorg 1 - umsókn um byggingaleyfi fyrir skyndibitastað
Málsnúmer 2018120122Erindi dagsett 12. desember 2018 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Kósku ehf., kt. 480317-0250, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 1 við Ráðhústorg. Fyrirhugað er að opna skyndibitastað þar sem áður var skrifstofa. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingafulltrúi hafnar erindinu þar sem umsóknargögn eru ófullnægjandi.
Holtaland 2, Hálönd - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi
Málsnúmer 2016080013Erindi dagsett 28. nóvember 2018 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 2 við Holtaland. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. og 20. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Lerkilundur 3 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2018100301Erindi dagsett 19. október 2018 þar sem Sigurður J. Sigurðsson, sækir um breytingar á húsi nr. 3 við Lerkilund. Meðfylgjandi teikningar eftir Bjarna Reykjalín. Innkomnar nýjar teikningar 14. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Heiðartún 5 - skil á lóð
Málsnúmer 2018040154Erindi dagsett 12. desember 2018 þar sem Baldur Vigfússon og Kristín Margrét Gylfadóttir skila inn lóð nr. 5 við Heiðartún.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Furuvellir 18 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2018080500Erindi dagsett 20. ágúst 2018 þar sem Björn Anton Jóhannsson fyrir hönd Coca-cola European Partners ehf., kt. 470169-1419, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 18 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar frá Mannviti hf. Innkomnar nýjar teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson 18. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Margrétarhagi 6 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2017100116Erindi dagsett 15. júní 2018 þar sem Einar B. Jónsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum, er varðar glugga á norðurhlið húss nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar B. Jónsson. Innkomnar nýjar teikningar 19. desember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Strandgata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og sameiningu eignarhluta
Málsnúmer 2018110079Erindi dagsett 7. nóvember 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stapa lífeyrissjóðs, kt. 601092-2559, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 3 við Strandgötu, með sameiningu rýma 0201 og 0301. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 19. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Sjafnargata 2 - umsókn um frest
Málsnúmer 2018010107Erindi dagsett 20. desember 2018 þar sem Örn Franzson fyrir hönd Olíuverslunar Íslands hf., kt. 500269-3249, sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 2 við Sjafnargötu til 20. maí 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Ráðhústorg 3, 2. til 4. hæð - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2018100415Erindi dagsett 26. nóvember 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd FP ehf., kt. 520213-1390, sækir um breytingar á 2.- 4. hæð í húsi nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomið samþykki meðeigenda 11. desember 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.