Skólanefnd - 12
- Kl. 14:00 - 16:30
- Giljaskóli
- Fundur nr. 12
Nefndarmenn
- Dagný Þóra Baldursdóttirvaraformaður
- Pétur Maack Þorsteinsson
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Áshildur Hlín Valtýsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Jón Baldvin Hannessonfulltrúi skólastjóra
- varamaður grunnskólakennara
- Sædís Inga Ingimarsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- fulltrúi leikskólastjóra
- Vilborg Hreinsdóttirvaramaður fulltrúa leikskólakennara
- Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Heimsóknir í skóla
Málsnúmer 2014080063Skólanefnd heimsótti Giljaskóla og leikskólann Kiðagil. Gengið var um húsnæði skólanna og starfsemin kynnt. Um kynninguna sáu skólastjórar skólanna Jón Baldvin Hannesson í Giljaskóla og Inda Björk Gunnarsdóttir í Kiðagili.
<DIV></DIV>
Fræðslustjóri - uppsögn og ráðning
Málsnúmer 2014060018Bæjarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir umsóknum um stöðu fræðslustjóra og áætluðu ráðningarferli.
<DIV></DIV>
Langtímaáætlun - fræðslumál
Málsnúmer 2013020252Á fundinum var farið yfir markmið langtímaáætlunar skólanefndar.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Rekstur fræðslumála 2014
Málsnúmer 2014050003Fyrir fundinn var lagt fram til kynningar stöðumat í rekstri málaflokksins eftir fyrstu sex mánuði ársins.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
Grímseyjarskóli 2014
Málsnúmer 2014010146Foreldrar leikskólabarna í Grímsey óska eftir að leikskóladeildin verði opin í 6 tíma á dag 5 daga vikunnar frá haustinu 2014. Alls verða 5 börn á deildinni og munu sölutímar verða um 27 tímar ef af þessu verður.
<DIV>Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.</DIV>
Göngum í skólann
Málsnúmer 2014080040Erindi dagsett 24. júlí 2014 vegna verkefnisins "Göngum í skólann". Þar eru stjórnendur sveitarfélaga hvattir til að hvetja skóla á sínu svæði til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta. Það má gera t.d. með því að tryggja öryggi barna í umferðinni með virkum aðgerðum. Verkefnið hefst 10. september næstkomandi.
<DIV><DIV>Skólanefnd hvetur grunnskólana á Akureyri til að taka virkan þátt í verkefninu.</DIV></DIV>
Minni ásókn fagfólks í störf í leikskólum
Málsnúmer 2014070010Erindi dagsett 1. júlí 2014 frá Guðbjörgu Sesselju Jónsdóttur f.h. samtaka sjálfstæðra skóla. Þar er lýst áhyggjum af því að færra fagfólk sækir í störf í leikskólum. Í ljósi þess er bent á að starfsheitið leikskólaliði er ekki talið með fagfólki í öllum sveitarfélögum þegar gefið er upp hlutfall fagfólks í leikskólunum. Óskað er eftir því að sveitarfélög samræmi túlkun sína á því hvaða starfsheiti falla undir hugtakið fagfólk og fari þá eftir túlkun Reykjavíkurborgar og Hagstofu Íslands þar sem starfsheitið leikskólaliði er talið með fagfólki. Málið var áður á dagskrá skólanefndar 13. ágúst 2014.
<DIV>Skólanefnd þakkar fyrir erindið en samþykkir að vísa því til Sambands íslenskra sveitarfélaga.</DIV>