Kjarasamninganefnd - 3
- Kl. 18:00 - 18:50
- Fundarherbergi stjórnsýslusviðs
- Fundur nr. 3
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Endurskoðun launa fyrir vaktavinnu
Málsnúmer 20180401866. liður í fundargerð bæjarráðs 18. apríl 2018
Viðtalstímar bæjarfulltrúa
2017100376
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. apríl 2018.
Bæjarráð vísar 3. lið til kjarasamninganefndar.Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu með vísan í kjarasamninga.
Skipulagssvið - skipting í skipulags- og byggingarhluta
Málsnúmer 20180300482. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 14. mars 2018:
Lagt er til að skipulagssviði verði skipt upp í tvo hluta, skipulagshluta og byggingarhluta. Yfirmaður skipulagshluta verði skipulagsfulltrúi og yfirmaður byggingarhluta verði byggingarfulltrúi. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að skipuriti ásamt yfirliti yfir helstu verkefni sviðsins.
Skipulagsráð tekur jákvætt í tillöguna og vísar erindinu til bæjarráðs.Afgreiðslu frestað.
Upplýsingastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2015110167Drög að upplýsingastefnu Akureyrarkaupstaðar lögð fram til kynningar og umsagnar.
Kjarasamninganefnd telur að drög að upplýsingastefnu séu óskýr og nái ekki tilgangi sínum.
Slökkvilið Akureyrar - beiðni um launað námsleyfi fyrir starfsmenn
Málsnúmer 2018040280Á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs 27. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
Lögð fram beiðni frá slökkviliðsstjóra dagsett 25. apríl 2018 um að fjórum starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til kjarasamninganefndar.Afgreiðslu frestað.