Íþróttaráð - 137
- Kl. 14:00 - 16:00
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 137
Nefndarmenn
- Tryggvi Þór Gunnarssonformaður
- Helga Eymundsdóttir
- Þorvaldur Sigurðsson
- Árni Óðinsson
- Erlingur Kristjánsson
- Jón Einar Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
- Örvar Sigurgeirssonáheyrnarfulltrúi
- Ellert Örn Erlingssonfundarritari
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, fyrir akstursíþrótta- og skoðsvæði á Glerárdal, og umhverfisskýrslu - beiðni um umsögn frá íþróttaráði
Málsnúmer 2013080181Erindi dags. 15. ágúst 2013 frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem beðið er um umsögn frá íþróttaráði á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal.
<DIV><DIV>Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, fyrir akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal. </DIV></DIV>
Íþróttadeild - langtímaáætlun
Málsnúmer 2013030343Unnið að langtímaáætlun málefna sem heyra undir íþróttaráð.
<DIV>Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að langtímaáætlun fyrir íþróttamál og vísar til bæjarráðs. </DIV>
Fjárhagsáætlun 2014 - íþróttaráð
Málsnúmer 2013080071Drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli, umræður og vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2014. \nGuðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli sat fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV><DIV>Íþróttaráð þakkar Guðmundi Karli fyrir komuna. </DIV>Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli og vísar til bæjarráðs.</DIV></DIV>
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi kl. 15:49.
Nökkvi, félag siglingarmanna Akureyri - ósk um fjárstuðning til uppbyggingar og viðhalds öryggismála
Málsnúmer 2013090014Erindi sent 2. september 2013, frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 5.500.000 til uppbyggingar og viðhalds öryggismála hjá klúbbnum.
<DIV><DIV>Íþróttaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu íþróttamála fyrir starfsárið 2014.</DIV></DIV>
Steinnes - beiðni um áframhaldandi leigu á húsinu
Málsnúmer 2013050311Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Fasteiga Akureyrarbæjar sem á fundi sínum þann 7. júní 2013 gerði eftirfarandi bókun:\nLögð fram beiðni frá Níelsi Karlssyni ábúanda í Steinnesi um að framlengja leigusamninginn um 3 ár.\nStjórn Fasteigna Akureyrarbæjar óskar eftir umsögn íþróttaráðs um málið.
<DIV><DIV>Íþróttaráð gerir engar athugasemdir við framlengingu á leigusamningi vegna Steinness. </DIV></DIV>