Stjórn Akureyrarstofu - 130
- Kl. 16:00 - 18:00
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 130
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Jón Hjaltason
- Sigmundur Ófeigsson
- Guðrún Þórsdóttir
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Helgi Vilberg Hermannssonáheyrnarfulltrúi
- Unnsteinn Jónssonáheyrnarfulltrúi
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2012 - Minjasafnið á Akureyri
Málsnúmer 2012030099Haraldur Þór Egilsson forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri mætti á fundinn og fór yfir rekstur safnsins og starfsemi. Þá leiddi hann stutta umræðu um framtíðarsýn í safnamálum á Eyjafjarðarsvæðinu. Fram kom að ný safnalög taka gildi um næstu áramót og í því sambandi benti Haraldur á mikilvægi þess að sameining og samvinna safna verði styrkt sérstaklega þegar að því kemur að útdeila opinberum fjármunum til þeirra. Þá nefndi hann þá hugmynd að Akureyri gerist tilraunasveitarfélag í nýjum leiðum og aðferðum í skipulagi safnamála.
<DIV><DIV>Stjórnin þakkar Haraldi fyrir afar fróðlega yfirferð og gagnlega umræðu um framtíðarsýn í safnamálum. Stjórnin tekur undir það sjónarmið að sameiningar og samstarf safna verði styrkt sérstaklega. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að koma hugmynd Haraldar um tilraunaverkefni á framfæri, í samstarfi við hann.</DIV></DIV>
Sjónlistamiðstöðin á Akureyri - skipulag og þróun
Málsnúmer 2012040129Farið yfir drög að samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina.\nLagt fram til kynningar en áfram unnið að samþykktinni.
<DIV> </DIV>
Zeta Productions ehf - styrkbeiðni
Málsnúmer 2012100033Erindi dags. 13. september 2012 frá Balvini Zophoníassyni f.h. Zeta Productions ehf þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til 1.000.000 til styrktar þriðju þáttaraðar "Hæ gosa".
<DIV>Stjórn Akureyrastofu getur ekki orðið við erindinu en felur Akureyrarstofu að bjóða fram aðra aðstoð eins og gert hefur verið fram að þessu. </DIV>
Hvanndalsbræður sf - styrkbeiðni
Málsnúmer 2012100034Erindi móttekið 3. október 2012 frá Hvanndalsbræðrum sf þar sem óskað er eftir styrk vegna 10 ára afmælisveislu hljómsveitarinnar.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2012
Málsnúmer 2012090236Akureyrarbær skipar fulltrúa í stjórn Menningarfélagsins Hofs ses til tveggja ára. Ganga þarf frá skipun þeirra fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 11. október 2012 kl. 11:30.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Eir Bolladóttur sem aðalfulltrúa í stjórnina og Höllu Björk Reynisdóttur til vara.