Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122
- Kl. 08:15 - 10:15
- Fundarherbergi UMSA
- Fundur nr. 122
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Inga Dís Sigurðardóttir
- Þórhallur Harðarson
- Gunnar Már Gunnarsson
- Jana Salóme I. Jósepsdóttir
- Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Georg Fannar Haraldssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Umhverfis og mannvirkjasvið - kynningar
Málsnúmer 2022060913Kynning á umhverfismálum og sorphirðu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Óshólmanefnd 2022 - 2026
Málsnúmer 2022080342Skipun fulltrúa í óshólmanefnd.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Hólmgeir Karlsson og Ólaf Kjartansson í óshólmanefnd.
Fjárhagsáætlun UMSA 2023
Málsnúmer 2022080337Vinnuferli fjárhagsáætlunar og tímalína fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.
Félagssvæði KA - gervigrasvellir
Málsnúmer 2021120734Lagt fram opnunarblað dagsett 28. júlí 2022 varðandi opnun tilboða í jarðvegsskipti og jöfnun undir keppnisvöll og stúku á félagssvæði KA en eitt tilboð barst.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð G. Hjálmarssonar hf. að upphæð kr. 112.328.900.
GLSK - Glerárskóli - endurbætur A-álmu
Málsnúmer 2022020337Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi opnun tilboða á endurbótum á A-álmu og viðbyggingu í Glerárskóla á Akureyri en tvö tilboð bárust.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.Tréverk ehf. kr. 757.383.171.
ÁK smíði ehf. kr. 914.397.059.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð Tréverks ehf. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 900 milljónir og skiptist hann á 3 ár. Vísað til bæjarráðs til staðfestingar.Ljósleiðari til Hríseyjar
Málsnúmer 2021023130Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi þörf á stálhlíf á ljósleiðarann milli Árskógssands og Hríseyjar.
Tilboð barst frá Sjótækni ehf. kr. 6.405.000 án VSK eða kr. 7.942.200 með VSK.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð 8 milljónir kr.Þróunarleiðtogar skv. mannréttindastefnu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2022060687Lögð fram mannréttindastefna Akureyrarbæjar 2022-2023 þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að ráð bæjarins skipi þróunarleiðtoga sem verði málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og hafi innsýn og þekkingu á mannréttindum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að Jón Hjaltason verði tilnefndur sem þróunarleiðtogi ráðsins.